Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1976, Síða 24

Æskan - 01.04.1976, Síða 24
SVÍÞIÓÐ Meira en helmingur af þurrlendi Sví- þjóðar er skógi vaxinn. Þar vaxa bæði lauftré, svo sem eik, ösp og birki, og barrtré t. d. greni og fura. Skógarnir eru ein mesta náttúruauðlind Svíþjóð- ar. Þeir hafa átt mikinn þátt í iðnvæð- ingu landsins, sem hófst fyrir nær hundrað árum. Elgurinn er oft kallaður „konungur skógarins" og er stærsta spendýr f Evrópu. Stórar hjarðir elgsdýra reika um sænsk skóglönd, þar sem þeir fá gnægð matar og gott skjól. Vegna um- fangsmikillar verndunar villidýra eru margar villtar dýrategundir ( skógun- um. Auk elgsins eiga þar heimkynni hérar, refir og mörg önnur dýr. Skógarvinna er mjög erfið, en með vélvæðingu nútímans er starfið gert léttara. Mesti hluti timbursins er flutt- ur með vörubílum til hlutaðeigandi verksmiðja. Áður fyrr var trjábolunum fleytt eftir ánum, en slíkir timburflutn- ingar heyra nú að mestu fortíðinni til. Vélarnar í verksmiðjunum, sem taka á móti timbrinu, vinna dag og nótt. Vinn- an er unnin á þrlskiptum vöktum, átta tíma I einu, svo að vélarnar þurfi aldrei að standa aðgerðarlausar. Elstu verk- smiðjurnar, sem byggðust á meðan timbrinu var fleytt eftir ánum, voru reistar sem næst ármynninu við hafið. Sænskar eldspýtur eru framleiddar úr lauftrjám og hentugasta trjátegund- in er öspin. Öryggiseldspýtur, sem ein- göngu er hægt að kveikja á með þvf að strjúka þeim við eldspýtustokkinn, er sænsk uppfinning. Um það bil helmingur trjánna, sem felld eru, fara til pappírsframleiðslu, og um það bil tveir þriðju hlutar trjá- kvoðunnar eru fluttir til útlanda. Það, sem eftir er, fer til sænskra pappírs- verksmiðja, sem framleiða úr henni ýmis konar pappír t. d. dagblaðapapp- ír og skrifpappír. Eftir að kvoðan hef- ur verið soðin og möluð er henni dreift á hreyfanlega málmskífu, sem er við cíðafl annan enda pappírsvélarinnar. ö fer kvoðan i gegnum marga valsa, sem hún er pressuð og þurrkuð. hinn enda vélarinnar er fullun pappírinn vafinn upp í stórar rU. ^ Skógurinn gefur líka af sér hráefnl annars konar iðnaðar, t. d. sögun ^ myllur, spónaplötur og til húsgað smíði. . ,v Svíþjóð hefur átt marga v^sina^ menn og uppfinningamenn, sern gert garðinn frægan um víða ver Alfreð Nóbel (1833—1896) gerði ma ö ar uppfinningar, m. a. nýtt spreng' ^ dýnamitið. Áður en Nóbel dó stofna^ hann sérstakan sjóð, sem kenndur ^ við hann, og lagði til hans öll sín aU æfi, sem námu rúmum 30 miHPn | sænskra króna. Úr þessum sjóði s úthluta árlega miklum verðlaunum ^ þeirra manna, sem mest afrek unnið í þágu mannkynsins. Þann desember ár hvert, á dánar Nóbels, er úthlutað í Stokkhólmi ve launum fyrir afrek á sviði bókmenn eðlisfræði, efnafræði og læknisfr30^ Fimmtu verðlaununum, Friðarverðla um Nóbels, er úthlutað f Osló af nors Stórþinginu. 22

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.