Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 54
Kötturinn
1. Oft sýnist okkur kisa vera löt,
því að langan tíma getur hún legið
á stólnum eða öðrum þægilegum
stað og sofið á sitt græna eyra. En
komi mús eða lítill fugl I sjónmál,
breytist hún í fullkomið rándýr á
veiðum.
Eins og elding stekkur hún á
bráð sína og læsir í hana hárbeitt-
um klónum. Hún kisa getur ,,séð“
f myrkri, m. a. með veiðihárunum,
og þar að auki heyrir hún mjög vel.
Hún notar bæði skott og veiðihár
sem „þreifara" og ekki vantar hana
viðbragðsflýtinn.
3. Það er stundum sagt um menn
að þeir séu kattliðugir. Já, vissu-
lega er kisa liðug og getur hún
þakkað það því, að f beinagrind
hennar eru mörg bein og marg-
breytileg.
6. Og þá eru veiðihárin mjög til-
finninganæm. Sagt er, að ef klippt
séu veiðihárin af ketti, þá hætti
hann að veiða. Ekki er það nú víst,
en hitt er rétt, að veiðiháralaus kött-
ur er illa settur f myrkri. Lofið hon-
um þvf að hafa þau í friði.
*
4. Kötturinn getur framleitt mikla
orku og mikinn hraða, sé hann til
þess neyddur. Köttur á flótta undan
hundi nær 50 km hraða á klukku-
stund.
5. I myrkri hefur kötturinn mikið
gagn af liðugri rófu sinni. Hún
skynjar margt, þegar hún sveiflast
til
8. Já. Kisa litla, þetta elskulega
heimilisdýr, er vel útbúið veiðidýr-
Og einn kost á því sviði hefur hún
einnig. Hún er mjög þolinmóð. Hun
lætur sig jafnvel hafa það að bíða
lengi hreyfingarlaus fyrir utan muS'
arholu.
kostakjöb
æskunnaR
GILDA ALLT ARIP
BÆKUR
AFGREIDDAR AF
LAGER A
LAUGAVEGI 56
7. Ef þú hefur séð kött stara á
bílinn þinn í skini ökuljósanna, Þ^
tekurðu strax eftir því, að augu
hans eru „sjálflýsandi", enda er
það víst, að köttur sér vel f rökkri-
52
i