Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1976, Page 8

Æskan - 01.07.1976, Page 8
þriöjudaga rauöa slaufan sést. Mlðvikudaga gæða slaufan grá. Fimmtudaga brúna’ er best að fá. Föstudaga bláa slaufan fín fer svo vel við og íangbest nýtur sín. Mildan grænan lit um laugardag, skjannahvítan, sólskinsbjartan ber hún æ um sunnudag. Þá langar hana að hoppa og syngja og tralla fjörugt lag. Finni fuglahræða brosti með sjálfum sér. Þetta var alls ekki svo illa ort af fuglahræðu að vera. Allt í einu þaut hann á fætur með írafári. Hvað gekk eiginlega á? Þarna kom Bertlna skógarmús æðandi út úr skóg- inum eins og einhver óvættur væri á hælunum á henni. „Hjálp — HJÁLP!” æpti hún. „Villikötturinn er að elta mig.“ Eins og elding greip Finni fugla- hræða Bertínu og stakk henni ofan í annan frakka- vasa sinn, en í sama bili kom stór, svartur villikött- ur stökkvandi, fnæsti og staðnæmdist fyrir framan Finna fuglahræðu. „Ert það þú, sem hefur falið skógarmúsina?" hvæsti hann. Bert'na gat ekki stillt sig og rak trýnið upp úr vasanum, reigoi sig og sagði: „U-HU — kattarvæla, nú plataði ég þig.“ „Úff,“ sagði kötturinn, „ef fuglahræðan hefði ekki hjálpað þér, hefði ég krækt í þig klónum eins og skot.“ Eftir þó nokkurt þóf gafst kötturinn upp og hélt leiðar sinnar um leið og hann tautaði fyrir munni sér: „Það er svo sem nóg til af músum. Því þá að vera að æsa sig upp út af þessari óveru.“ Finni ráðlagði nú Bertínu að fylgjast með sér spottakorn, en til þess að hún færi nú okki að ílana út í e nhverja vitleysu, þá hafði hann hana í vasan- um. Ekki höfðu þau lengi farið, þegar Bertínu fór að leiðast vistin í vasanum og vildi nú ólm komast í burtu. Finni losaði sig þá við hana, en áminnti hana um það að vera ekki að espa þá upp, sem væru stærri og sterkari en hún, en sagði þó, að hún mætti eiga sig að, ef henni lægi á. Með þaö skildu þau. Eftir að Finni fuglahræða skildi við Bertínu skógar- mús — mikið ansi var hún nú annars skemmtileg, ojæja — labbaði hann í hægðum sinum eftir þjóð- veginum og fór að hugsa um það, hvað alft væri nú fagurt á haustin. Lauftrén voru komin í rauðan, gul- an og brúnan skrúða, loftið var kristalstært, og langt ( fjarska gat að l(ta fjöll, sem báru bláan lit fjar- lægðarinnar. Já, vissulega var veröldin fögur og tignarleg. Skyndilega féll dökkur skuggi á veginn. Finni nudd- aði augun. „Mig hlýtur að vera að dreyma," tautað' hann. „Hvað er þetta eiginlega, sem kemur á móti mér? Hús? — Nei, það getur ekki verið rétt.“ „Halló,“ kallaði Finni. „Ertu hús, eða ertu risa- tröll?" Þetta reyndist nú samt vera hús — gamalt og farlama — skjálfandi á fótunum. Það stansaði o9 leit niður á Finna. „Þú hlýtur að sjá muninn á húsi og risatrölli. sagði það með óánægjuhreim í röddinni. Það blés af mæði, svo að gufustrókurinn þeyttist út um reyk- háfinn. „Það eru nú mörg skrýtin tröll á íerðinni, eins og þú veist,“ sagði Finni. „Tröll og tröll,“ tautaði húsið. „Sérðu ekki, að ég er hús, sem hefur strokið?" „Hús, sem hefur strok.ð?" Finni var alveg undr- andi. „Jæja, þá veit maður það. Að ég, fuglahraeðan, fari leiðar minnar, þegar enginn hefur not fyrir m'9 lengur, það er skiljanlegt. En hús? Það hlýtur ein- hver að hafa not fyrir hús.“ „Not fyrir mig hér, not íyrir mig þar,“ sagði húsi með ólund. „Ég hef engan áhuga á því, að hver r,em er geti notað mig. Ég er búinn að fá leið á íólki. maður hefur ekkert upp úr sambandinu við það ann' að en leiðindi, kif og mas, rifrildi og gauraganð- Það hafa nú búið hjón hjá mér, og hafa þau rifisf og nöldrað í 10 ár. Líttu á mig, ég verð að segja. maðurinn var húðarletingi. Ekki vildi hann mála m 9’ reykháíurinn var að detta niður, og ég er alls staðaf með sprungur og göt. Og konan hans. Hún fór aldre' að hátta á kvöldin, var að þessu eilífðar ekkisen bjástri og hamagangi langt íram á nætur. Ég n ekki haft æriegan svefnfrið í háa herrans ííð- ^k nóg með það. Þau eiga tvö börn, strák og stelpUi sem eru ekki hótinu skárri. Besta skemmtun stráksins.er að teikna á vegð fóðrið og skella hurðum. Og þá stelpan. Hún nti ^ útvarpið og plötuspilarann svo hátt, að allir nábu arnir kvörtuðu undan mér. Þeir sögðu, að vegg:rn m'nir væru svo óþéttir og illa frágengnir. Því sef ég það, að nú er nóg komið. Nú getur þessi 1}° skylda setið þarna á lóðinni og reynt að grafa uPPj hvað orðið hefur af mér. Ég óska þess að grenjandi rigning í nótt, þá læra þau kannski^ meta, hve gott það er að hafa þak yfir höfuðið- „Puhh,“ sagði Finn, „þetta er lengsta ræða, se ég nokkurn tíma hef hlustað á. Hús, sem bæði Qe gengið og talað, já, og orðið reitt, það skeður mar^ skrítið ( henni veröld. Mér finnst nú, góða hús, þú sért bæði þreytt og leitt, komdu, við skulum se ast niður.“ GJALDDAGI ÆSKUNNAR VAR 1. APRÍL

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.