Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1976, Qupperneq 15

Æskan - 01.07.1976, Qupperneq 15
 Ætlast er til að hinir ungu félagar klúbbsins séu ekki aðeins áhugasamir knattspyrnumenn, heldur góðir nemendur og virkir í félagsstörfum. Það sem síðast var nefnt kemur einkum fram í því, að þeir taka þátt í að byggja og gera við ýmis íþróttamann- virki — að sjálfsögðu með aðstoð þeirra sem eldri eru. Til dæmis hafa Leðurboltapiltar Volgogradhér- aðs komið upp 319 fótboltavöllum og sett niður um 20 þúsund trjáplöntur. Ýmsir reyndir knattspyrnumenn og kennarar þjálfa strákana í sjálfboðavinnu. Þeir hafa einnig auga með því að þeir siái ekki slöku við nám. Stundum er beitt þeirri refsingu, að sá sem hefur verið slappur í skóla fær ekki að spila með liði sínu fyrr en hann tekur sig á. Vellirnir og mörkin eru minni en hjá fullorðnum. Hálfleikur er 30 mín. hjá yngri hópnum en 36 mln. hjá þeim eldri og hléið er 10 mínútur. Boltinn er léttur (320—369 gr.) og spilað er á strigaskóm. Sigurvegararnir í fyrstu Leðurboltakeppni húsa- garðaliða, götuliða, þorpsliða, sem fram fór 1965, eru löngu fullorðnir menn og starfandi. Sumir helga sig áfram fótbolta, aðrir hafa látið hann lönd og leið. En allir geyma þeir sér f minni kappleiki þá sem Sovétríkjunum er árlega efnt til keppni um svonafndan Leðurbolta. Um þrjár milljónir ®tráka í 200.000 liðum taka þátt í þessu sérkenni- e9a móti. Auðvitað eru ekki nema fá lið sem kom- ast í úrslitakeppnina, sem haldin er síðustu vikur SUfnarleyfa í skólum. Liðin, sem eru frá öllum sovét- yðveldunum, keppa í tveimur aldursflokkum, 11—12 Sra og 13—14 ára. Undanúrslit og úrslit eru venju- e9a haldin í tveimur borgum og vekja drjúga athygli. ^umum leikjum er sjónvarpað um allt land. Hugmyndin að þessari keppni varð til 1964. Áttu Par hlut að máli Komsomol, barnablaðið Píonerskaja ravda, sem kemur út í 10 milljónum eintaka, og sv° sovéska knattspyrnusambandið. Þessir aðilar og [nar9ir aðrir stóðu að stofnun svonefnds Leðurbolta- úbbs, sem skipuleggur þetta starf f samvinnu við a- íþróttanefnd ríkisins og kennslumálaráðuneytið. háðir voru um Leðurboltann og gáfu þeim svo mikið f skemmtun, félagsskap og hressingu. Væri ekki rétt að íslenskir aðilar, sem um þessi mál fjalla hér, athuguðu þessa hugmynd? Með þess- um hætti mætti skapa meiri áhuga á knattspyrnunni. 13

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.