Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1976, Side 17

Æskan - 01.07.1976, Side 17
Að mæla tímann Margir hafa reynt að giska á, hvaS kiukkan er. er ekki alltaf svo auðvelt. En þegar sólin er á lofti, vitum við að þá er því sem næst há- de9i. Þegar sólin sest, vita allir, að kvöldsett er. það er orðið mjög langt síðan menn gerðu sér 9rein fyrir því, að skuggann af háum trjám, háum stólpum og steinum var hægt að nota sem tímamæli. því að merkja við á jörðunni, hvert skugginn ne3Í! mátti skipta deginum í jafnar tímalengdir. Svo e,nföld voru fyrstu sólúrin, en það kom að því að Pau voru endurbætt. Tímastrikin voru höggvin í stein e®a mörkuð í málm, þannig að þau yrðu varanleg °9 fljótlega fóru menn að nota málmstengur, sem v°rpuðu grönnum og skýrum skuggum. Sólúr er gagnslaust, þegar sólin sk'n ekki. Menn Urðu að finna upp eitthvað annað til að vita hvað lrr|anum leið, — þær stundir, sem sólin lét ekki sjá Sl9- Egyptar hinir fornu notuðu til þess vatnsker stórt með litlu gati á botninum og merktu svo tímastrik á kerið að innan. Eftir því sem vatnið lak úr kerinu, lækkaði yfirborð vatnsins í því frá einu tímastrikinu til annars. Af því var hægt að sjá, hvað tímanum leið. Grikkir gerðu sér líka vatnsúr. Þeir létu vatn seytla niður í ílát, sem í var eins konar flotholt, sem lyftist smátt og smátt eftir því, sem hækkaði í ílátinu — og öfugt. Á flotholtinu var vísir, sem sýndi hve langur tími leið. Sand má einnig nota í stað vatnsins. Öldum saman mældu menn tímann með stundaglasi, þar sem sand- ur rann úr einu glasinu í annað. Sums staðar eru enn í dag notuð stundaglös t. d. í eldhúsum, þegar egg eru soðin. Þau eru alveg eins að gerð og stóru stundarglösin Eini munurinn er sá, að sandurinn í litlu glösunum er ekki nema 4 eða 5 mfnútur að renna niður, en yfirleitt í þeim stóru heila klukkustund. Aðrar aðferðir voru líka notaðar í gamla daga til að mæla tímann, áður en úr og klukkur komu til sögunnar. Eitt var það, að menn iétu loga Ijós á kerti, sem skipt var niður í jafn stóra búta með strikum. Það þurfti ekki annað en telja strikin, sem eftir voru til að sjá hve langu'r timí var liðinn frá því kveikt var á kertinu. smmamaBaaamBBSEtBBsasams ^nn kom beint frá norðurpólnum og hafði lagt leið s na yfir jökla og auðnir og hafþök af lagís og borg- arís. ”Hæ, hæ, hó, hó. Ég skal svo sannarlega frysta ykkur,“ sagði norðanvindurinn. En vindhaninn vissi hverju hann hafði lofað og eið uns norðanvindurinn var farinn að hrista stóran riálund. Þá fór hann að snúa sér við ofurhægt. orðanvindurinn leit upp og sá að vindhaninn benti suður. ■iHeyrðu, Gaggi. Hvað á þetta að þýða. Ég er HORÐAN-vindurinn en ekki SUNNAN-vindurinn,“ Sa9ði hann byrstur. „Eða er ég að villast?" bætti ann við og var nú hægari. Svo blés hann úr hinni tt:nni og hvarf á augabragði heim til sín. ■■Þetta er annars einkennilegt," sagði hann við sjálf- an sig. „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara da9- Ég ætla annars 'að hv la mig og sofna dálitla stund, svo að ég geti áttað mig betur á þessu öllu.“ Svo fór norðanvindurinn í ból sitt og féll fljótlega í djúpan svefn. En kýrnar í haganum fundu hlýjan sunnanvind koma aftur. Þær voru mjög þakklátar vindhananum fyrir ráðsnilld hans. Svo héldu þær áfram að bíta grasið og smárann. Enn einu sinni nutu þær sam- verunnar í hlýjum sunnanblæ á friðsælu sumarkvöldi. Sigurður Kristinsson þýddi úr ensku. . ■ 15

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.