Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 21

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 21
herne inni, sem þið getið víst sofið ’’' svaraði Píslar-Sveinn vingjarn- le9a. En það hét hann, af því að hann var svoddan p'sl. Börnin fóru nú á eftir honum inn 1 húsið, en þeim fannst skritið, áð Þaim var ekki boðið ofan í stofuna, heldur voru þau uppi á loftinu, und- 'r súðinni. ■.Vkkur þykir kannski einkenni- le9t, að ég skuli búa hérna uppi á lofti,“ sagði Píslar-Sveinn. „En það er nú af því, að það er ekkert rúm fyrir mig niðri. Þar er nefnilega fullt af 9ullpeningum.“ ■■En af hverju geymir þú alla gull- Peningana í stofunni?" spurði Kobbi. ..Hvað á ég annars að gera við Pá? Ég er orðinn svo hundleiður á °iium þessum gullpeningum, og a|ltaf bætast fleiri við. Á endanum Verður ekkert rúm fyrir mig hérna uPPi heldur— og þá verð ég víst að fiytja í gamla kofann rninn." ..Hvaðan koma allir þessir pen- 'n9ar?“ spurði Lína forviða. ..Það er kaffikvörnin mín, sem ^slar alla þessa peninga," sagði ^‘slar-Sveinn. ,,Ég átti ágæta kvörn, Sem gat malað hvað sem ég vildi, ef ég sagði rétta töfraorðið við ^ua, og hætti að mala, þegar ég Sa9ði annað töfraorð. En einu sinni 'an9aði mig að leika mér að gull- Peningum, og bað kvörnina um að ^la nokkra fyrir mig. Hún byrjaði Sv° á því, hægt og hægt, en nokkrir Bréf JPn Hjálmarsson, Villingadal, skrifar: Ég hef lesið Æskuna um áratugi, raunar meira og minna I hálfa öld. ^ér finnst hún bæði fróðleg og skernmtileg, líka fyrir mig þó ég Se orðinn gamali. Og þó hún sé hel9uð ungdóminum á hún erindi til allra, efnið er svo fjölbreytt, en það 9efur henni aukið gildi. Ég ræði e^ki meira um þetta, en þakka henni fiölrnargar ánægjustundir á lífsleið Ptinni. þeirra runnu niður í fjallshlíðina. Þegar ég ætlaði að ná i þá, datt ég og meiddi mig á höfðinu og féll í öngvit. Þegar ég raknaði við aftur gat ég ómögulega munað töfraorð- ið, sem þarf til að stöðva kvörnina.“ „Og hefur svo kvörnin alltaf ver- ið að mala gullpeninga síðan? Það er víst ekki smáræðis fjársjóður, sem þú átt orðið núna?“ sagði Kobbi. „Ég vildi óska, að ég gæti stöðv- að hana og fengið hana til að mala kaffi og annað góðgæti, eins og hérna forðum," sagði Píslar-Sveinn. „Hefurðu nokkurn tima reynt að segja: Stansaðu, kvörnin mín?“ spurði Lina. „Einhver sagði það i ævintýri, sem ég heyrði einu sinni.“ „Nei, ekki hef ég reynt það," sagði Sveinn, ,,en ég get reynt það.“ Svo kallaði hann hátt: „Stans- aðu, kvömin min!“ Og í sama bili staðnæmdist kvörn- in svo snöggt, að það glamraði ( öllum gullpeningunum, og Sveinn hrópaði glaður: „Þetta dugði! Nú hættir hún að minnsta kosti að mala gull, en ekki veit ég, hvernig ég á að fá hana til að mala eitthvað annað.“ „Þú þarft ekki að biðja hana um að mala neitt, því að þú getur keypt allt, sem þig vanhagar um, fyrir gull- peningana," sagði Kobbi. „Þá megið þið systkinin vera hjá mér og láta ykkur líða vel, ef ykk- ur langar til þess. Þið takið eins og þið viljið af peningunum og farið i kaupstaðinn á morgun og kaupið allt, sem þið viljið. En þið megið ekki koma með neina gesti með ykkur hingað.“ Morguninn eftir fóru Lína og Kobbi að hlaða peningunum í fal- lega stafla, en nokkuð tóku þau og fóru með í kaupstaðinn og keyptu það, sem þau þurftu á að halda. Og þegar þau komu aftur, héidu þau áfram að raða gullinu og koma því fyrir í kjallaranum og uppi á loft- inu, svo að þau kæmust sjálf fyrir í stofunum. Þau settust þarna að, og séu þau ekki dauð, þá eru þau þar enn. Spætan heyrir fæðuna Spætan byggir meira á heyrninni en sjóninni ( leit sinni að fæðu. Þegar hún heggur nefinu í trjástofn- inn, heyrir hún á hljóðinu hvort skordýr eða lirfur leynast undir berkinum. Rek' ist hún á stað, þar sem ein- hver matarvon er, rekur hún út úr sér þráðmjóa tunguna, 11—23 sm langa, eftir því, um hvaða spætutegund er að ræða. Tungan er svo mjó og liðug, að hún getur þrætt allar lirfuholur, hversu bugðóttar sem þær eru. Sé um stórt skordýr að ræða, rekur hún það f gegn með oddhvössum tungubroddin- um, en hin minni festast á slfmuga tunguna, eins og fluga á flugnaveiðara. Þar sem tungan er svona löng, hringar fuglinn hana saman f nefinu alia leið niður f háls. Héraveiðar. 19

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.