Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1976, Page 43

Æskan - 01.07.1976, Page 43
INGÓLFUR DAVÍÐSSON: I suðaustanverðum Bandaríkjunum vex fenjatréð (Taxodium) og myndar þar skóga. Þetta merkilega tré þrffst ágætiega í 2—3 metra djúpu vatni í strand- fenjurn og þar, sem ár flæða yfir marga mánuði á ^ri> t. d. sums staðar í Flórída.. Geta þessir fenja- skógar orðið 30—50 m háir, og verða mörg trén 500—700 ára gömul og bolirnir 2—3 m í þvermál, en verða oftast holir innan með aldrinum. Upp af rótum fenjatrjánna vaxa angar eða tein- ungar upp á við og geta náð um einn metra upp úr vatninu. Þetta eru loftrætur, sem afla súrefnis úr loftinu, en á því vill verða skortur niðri I vatninu. Ekki hafa þó öll trén loftrætur. Trén eru harla ein- kennileg með alla þessa smástólpa kringum stofn- lr)n, sem oft er afar gildur neðst, ef til vill til að standa betur fastur I leðjunni. Fenjaskógarnir eru Tjög gróskumiklir I bleytunni, en það dregur úr þeim, ef um þornar og ef mikil sjávarselta kemst að. Sumar tegundir vaxa best við ár, en aðrar mynda kraga af skógi kringum fen og stöðuvötn. Til eru ræktuð allt að 20 m há Taxodiumtré I Danmörku, en þar þrífast þau skást á þurru, því að vatnið er of kalt. Allvíða I hitabeltinu vaxa skógarbreiður alveg fram I sjó. Það eru sérstök fjörutré (Mangrove) og runnar, flest sígrænar tegundir, sem vaxa I lygnum fjörðum og sjávarlónum. Leðjan er auðug af lífrænum efn- um, en fremur snauð af súrefni. Þess vegna verða rætur fjörutrjánna að vera gljúpar með nægum loft- göngum. Líka vaxa margir rótarendar upp úr leðj- unni, og ná þessar loftrætur sér í súrefni úr loftinu. Einkennilegt er það, að fræin byrja að spíra, áður en þau losna af móðurtrénu. Frá greinum ungra fjöru- trjáa vaxa teinungar niður í leðjuna og standa að lokum eins og súlur umhverfis trén til að styðja þau og hlífa við sjávarróti. Til eru líka „fjölsúlutré" á þurru landi, t. d. banyan- tréð í Suðaustur-Asíu. Vex fjöldi tein’unga niður frá sumum greinum til jarðar, festa rætur og mynda heila lundi. Frægt er rúmlega aldargamalt banyantré í grasagarðinum í Kalkútta á Indlandi. Það byrjaði að vaxa af fræi uppi í toppi döðlupálma. Nú er pálm- inn fallinn, en tréð hafði áður skotið rótum til jarðar og vex síðan þar, sem pálminn stóð. Er aðalstofn þess 4 m ( þvermál, og um tvöhundruð nýir bolir vaxa umhverfis og mynda skógarlund, sem er um 300 m að ummáli. Forn þjóðsaga hermir, að Alexander mikli hafi slegið herbúðum undir banyantré, sem var svo um- fangsmikið, að það gat skýlt öllum her hans — sjö þúsundum manna. GjJÐLAUG j^ggSTEINSDÓTTIR si<ákkona er fædd í Reykjavik 2. mars 1961, en fluttist aðeins 2 ára Qörnul tii Kópavogs, þar sem hún efur síðan átt heima. Foreldrar erinar eru Þorsteinn Guðlaugsson, rennismiður og kona hans Sigur- au9 Sigurðardóttir. Guðlaug á 3 ^ystkini, Sigurð 18 ára, Ragnheiði Vu 7 ára og Ólaf Þór, sem er á °ðru ári. Quðlaug byrjaði snemma að tefla, enda er mikill skákáhugi í fjölskyldu þennar. Hún var eins 5 ára, þegar 0rsteinn, faðir hennar, sem er mik- áhugamaður um skák, kenndi nenni að tefla. Til að byrja með tefldi hún ekki mjög mikið, en nú seinni árin hef- ur áhuginn og getan vaxið hröðum skrefum. Skemmst er að minnast hins glæsilega árangurs hennar ( Norðurlandamótinu í skák, þegar hún hreppti Norðurlandameistaratit- il kvenna í Sandafjord í Noregi fyrst íslenskra kvenna. Hún er meistara- fiokksmaður í Taflfélagi Kópavogs. Einnig hefur Guðlaug unnið þau skákmót, sem hún hefur tekið þátt í hjá hinni nýstofnuðu kvennadeild í Taflfélagi Reykjavíkur. Guðlaug lauk barnaprófi frá Kársnesskólanum í Kópavogi, sem henni líkaði mjög vel við. Eftir það hóf hún nám í Kvennaskóla Reykja- víkur, þar sem hún nemur nú. Þar er Guðlaug í landsprófsbekknum. L 41

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.