Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1978, Side 22

Æskan - 01.11.1978, Side 22
ARFURINN Gamall Arabahöföingi arfleiddi syni sína þrjá að sautján gæðingum, sem stóðu í hesthúsinu, feitir og fallegir. Hann mælti svo fyrir að elsti sonur- inn skyldi fá helminginn af hestunum, sá næstelsti þriðjapartinn og sá yngsti níundapartinn. Bræðurnir voru í stökustu vand- ræðum að skipta, án þess að fá fyrst slátrarann til hjálpar. Að síðustu hug- kvæmdist þeim aö biðja gamlan mann, sem verið hafði góður vinur föður þeirra, til aö aðstoða við skiptin. Gamli maðurinn tók því vel og kom strax næsta dag, og hafði einn af sínum eigin hestum með sér. Hann bætti sínum hesti við hópinn og sagði bræðrunum að fara nú að skipta. Elsti bróðirinn tók þá helminginn, niu hesta, sá næstelsti fékk þriðja partinn, sex hesta, og þá var níundi parturinn eftir, það er að segja tveir hestar. Þegar búið var að skipta þannig, tók gamli maðurinn sinn hest og fór heim til sín. Hver verður þá útkoman af þessu einkennilega reikningsdæmi og hvað vakti fyrir gamla Arabahöfð- ingjanum? Q\./il jnpieg ‘81- ja Lunueinig epunju 60 lunuetnm e!gucj ‘ujnu6u|uj|ei) je ueiuo>|jn iac) !utejeuns6ngujn ujnujs ujnuos eje6 ge[||A jnjeg uueq ege ‘jöuju^jej ! jnmæis 6o[uj quba uuiqejv Iiuie6 jnjeq iJOAqgeuuv — JbVAS Þetta var á gamlárskvöld. Tindrandi tunglsljós en bitur kuldi undir eins og komið var út fyrir dyrnar. Pabbi, mamma og amma sátu og biðu þess, 3 miðnættisstundin kæmi og kirkjuklukkurnar hringdu inn nýja árið. Pétur hafð' verið háttaður ofan í rúm, hann var nefnilega skal ég segja ykkur of lítill til ÞesS að vera lengi á fótum. En ekki gat hann nú sofnað samt. Úr rúminu sínu gat Pétur séð út um gluggann. Geislarnir frá tunglinu léku vl frostrósirnar á rúðunni, svo að þær urðu líkastar ævintýraskógi með stórum trjám, þar sem silfursvölur voru á kappflugi og fiðrildi flögruðu til og fré. 09 þarna sá hann hreindýr, sem gægðist fram og kinkaði kolli! Og þarna _ æ-®’ að honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds! Því að Pétur gat ekki betur séð en að þarna kæmi bráðlifandi úlfur, — kæmi á harða spretti og stefndi beint a hann. En þetta var silfurúlfur en ekki svona venjulegur grágulur úlfur, eins og þeir sem hafast við úti á öræfunum. Og hvað haldið þið: hann ganaði beint a rúminu hans Péturs litla! — Langar þig til að ríða dálítinn spöl? spurði úlfurinn og hló. — Já, e-en bíturðu mig þá ekki? spurði Pétur. Honum var svona um og ° lenda í svona stórræðum. — Engin dýr bíta, sem eiga heima í skógunum, sem ég kem úr, og það 9erir norðangaddurinn meira að segja ekki heldur. — Þá langar mig til að ríða með þér, sagði Pétur og settist klofvega á bakið a úlfinum. Og svo þutu þeir af stað — hú-hei, hú-hei, og beint inn í silfurskógínn' sem frostið hafði málað á rúðuna. — Hvað ertu nú annars að fara? spurði Pétur. — í Gamlárshöllina, þar sem stjörnudrottningin á heima, svaraði úlfurinn og herti á sér, svo að vindbelgingurinn fyllti skyrtuna hans Péturs. Og nú hvarf skógurinn bráðum, en í stað hans kom himinhátt fjall, en e^f uppi á fjallstindinum stóð kastali úr skírasta kristalli. Og svo komust þeir ^ og ofar, yfir tinda og út á brúnir hengiflugs, en allt þetta hljóp úlfurinn með si dýrmætu byrði og á endanum nam' hann staðar fyrir utan kastalahliðið. En P stóð tunglriddarinn á verði, og var með tunglið eins og skjöld á maganum- ÆVINTÝRI Á GAMLÁRSKVÖLD Eftir Jörgen Bioch
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.