Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1978, Qupperneq 32

Æskan - 01.11.1978, Qupperneq 32
að jólin voru og eru sannkölluð Ijós- hátíð einnig hjá mönnum, því til forna var það siður að húsmæður sópuðu allan bæinn horna og enda milli bæði á aðfangadagskvöld og gamlárs- kvöld, síðan settu þær Ijós í hvern krók og kima svo hvergi bæri skugga á, og fögnuðu með því álfum þeim sem á ferð kynnu að vera eða flyttu sig búferlum á nýjársnótt. Þegar þær höfðu sópað bæinn og sett Ijós í hann gengu þær út og í kringum hann, sumir segja þrisvar, og ,,buðu álfum heim," svo mælandi: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, og fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu." — Þessum formála fylgdi það og að konur báru stundum vist og vín á borð í bæjum fyrir álfa, og segir sagan að vistin væri jafnan horfin að morgni. Vera má að meir hafi það tíðkast að bjóða álfum heim á gamlárskvöld og að bera mat á borð fyrir þá en á aðfangadags- kvöldið, en Ijósagangurinn var engu minni á jólanóttina en nýjársnótt og þegar fólkið fór að hátta þessi kvöld hafði húsfreyja jafnan gát á því að ekkert Ijós væri slökkt og setti þá upp ný Ijós í hverju horni þegar hin voru farin að loga út eða lét á lampann aftur svo Ijósin skyldu endast alla nóttina þangað til kominn var bjartur dagur daginn eftir. Það er enn sums staðar siður hér á landi að láta Ijós loga í baðstofum yfir fólkinu þó það sé sofandi, báðar þessar nætur, og þó ekki sé lengur kveikt Ijós í hverju horni eldir það enn eftir af Ijósaganginum forna að víða er hverju mannsbarni á heimilinu gefið kerti bæði þessi kvöld, en einkum á aðfangadagskvöldið, og kallað jólakerti og nýjárskerti. Þó gátu menn ekki notið jólagleð- innar með öllu áhyggjulausir því auk jólasveinanna sem fyrr eru nefndir var það trú að sá óvættur væri þá á ferð sem kallaður var jólaköttur. Hann gerði reyndar engum mein, sem eignuðust einhverja nýja flík að fara í á aðfangadagskvöldið, en hinir sem ekkert nýtt fat fengu „fóru allir í jóla- köttinn", svo hann tók (át?) þá eða að minnsta kosti jólarefinn þeirra og þótti þá góðu fyrir goldið ef kötturinn gerði sig ánægðan með hann. En jólarefur hét það sem hverjum heim- ilismanni var skammtað til jólanna (ket og flot o.s.frv.) á aðfangadags- kvöldið. Af þessu kepptust allir við, bæði börn og hjú, að vinna til þess aí húsbændum sínum fyrir jólin að fa eitthvert nýtt fat svo þeir færu ekki i ólukkans jólaköttinn né að hann taeki jólarefinn þeirra og þegar börnum og hjúum tókst bæði að fá nýja flík, nóg- an jólaref og þar á ofan jólakerti og þaö sem mest var í varið, að þurfa ekki að fara í jólaköttinn, var ekki kyn þó kátt væri um jólin til forna. jólagleði barna er þetta kveðið: „Það skal gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð svo komist þau úr bólunum, væna flís af feitum sauð sem fjalla gekk á hólunum Nú er hún gamla Grýla dauð; gafst hún upp á rólunum." Enn má telja það jólanóttinni til gildis að þá voru útisetur á krossgöt- um einna tfðastar og vikivakar al' mennast haldnir." (Jón Árnason, þjóðsagnaritari). Listir trúðanna koma að góðum notum-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.