Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1978, Qupperneq 68

Æskan - 01.11.1978, Qupperneq 68
Douglas Whitney LAKARFAN ■ etta er jólasaga, skal ég segja ykkur. Eiginlega ætti maður ekki að vera aö safna öllum þessum fallegu sögum um alúð og sjálfsfórnir til þess aö geyma þær til jólanna. Þær ættu — ef þær eru sannar á annað borð — að vera jafn góðar á hvaða tíma árs sem er. Þessi saga hérna segir frá Robert Parker. Þið munið kannski eftir honum? Ef þið eruö oröin gömul þá hafið þið eflaust séó hann einhvers staðar á leiksviði. Sjálfur man ég ekki eftir honum. Ég er of ungur til þess. En Parker var mikill leikari og lék einkum skap- gerðarhlutverk. Hann ferðaóist um landið þvert og endilangt í mörg ár með bestu leikfélögum, og vakti alls staðar athygli fyrir gáfulegan og næman leik. Vikuna fyrir jólin var hann alltaf í New York og kom þá í Hlébarða- klúbbinn á hverjum degi, en það er félag hinna betri leikara. Þar sat hann löngum með stéttarbræðrum sínum og talaði um leikhús og rifjaði upp gamla viðburði. Það var alltaf fjöl- mennt í klúbbnum um þær mundir. Vikurnar fyrir stórhátíðar eru alltar slæmar fyrir leikhúsin, því að allir hafa um annað þarfara aó hugsa en fara leikhús. Parker var af fátæku bergi brotinn og gleymdi aldrei hvernig það var að fá sig ekki saddan. Á hverju ári hélt hann góðgerðarskemmtun og þar aðstoðuðu menn úr klúbbnum ókeypis. Ágóðanum var varið til aö kaupa körfur með jólamat og jóla- gjöfum, sem var útbýtt í anddyri klúbbsins á aðfangadagskvöld. Sumir félagsmennirnir óku meira að segja um borgina með körfurnar til þeirra, sem voru of gamlir og lasburða til þess að geta vitjað um þær sjálfir. Og á hverju aðfangadagskvöldi ók Park- er um á stórum vörubíl og útbýtti jólakörfum til þeirra, sem hann vissi, að þörfnuðust þeirra mest. Ef það var mikill snjór notaði hann sleða í stað bifreiðarinnar og ók á milli eins og jólasveinn. Það kom aldrei fyrir, að nokkur leikari, hversu dyntóttur sem hann var, færðist undan að aðstoða vió skemmtanirnar hans. Og ýmsir, sem ekki gátu komist til New York um jólin, sendu honum peningagjafir 1 samskotasjóðinn, sem uppbót fyrir, aó þeir gátu ekki hjálpað til öðruvísi. Parker var gamall og fékk minna að gera en áður. Þegar hljómmyndin kom varð kreppa hjá öllum leikhúsum í heiminum. Eitt kvöldið sagði hann í klúbbnum: — Herrar mínir! Ég fer að verða gam- all. Það fer að verða tími til þess, að ég leggi farðann og búninginn á hilluna og dragi mig í hlé. En áður en ég gen þetta ætla ég að biðja ykkur, félaga mína, að lofa mér einu. Haldið þiö áfram að gefa fátæklingunum jóla- körfur. Ég get ekki starfað aó því með sama dugnaðinum og áður. Viljið þið gera þetta fyrir mig, góóir félagar? Leikarar eru tilfinninganæmir menn og fljótir að hrífast. Þeir lofuðu því hátíðlega, að gamla venjan með jóla- körfurnar skyldi í heiðri höfð fram- vegis, og klúbburinn heiðraði Parker meó því að gera hann að heiðursfé- laga. Parker kom nú sjaldnar í klúbbinn en áður. Með árunum, sem liðu, þynntist hin gamla vinafylking hans. Þeir gömlu hurfu og aðrir yngri komu í staðinn, og gamla venjan með jóla- körfurnar gleymdist og féll úr sög- unm. I fyrra kom Parker gamli í klúbbinn rétt fyrir jólin. Hann var afar ellilegur - kengboginn og hárið alhvítt. — Herrar mínir, sagði hann og stóð upp. Þetta verður víst í síðasta sinn, sem ég bið um orðið hérna í klúbbn- um. Og nú ætla ég að biðja ykkur bónar. Eins og sumir ykkar kannski muna, var jólagjafaútbýtingin mín besta skemmtun og eina áhugamál utan leiksviðsins. Ég er kominn af fá'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.