Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 69
Trúið þið því, að jólasveinarnir séu til? Því trúðu börnin
í fyrri daga. Fullorðna fólkið sagði þeim það til að hræða
Þau.
Jólasveinarnir hér áður voru ekki í fallegri, rauðri kápu
með poka á baki fullan af gjöfum handa börnunum. Þá
hefði enginn haft beyg af þeim.
Vitið þið, hvað þeir voru margir og hvað þeir hétu?
Þeir hétu: Gluggagægir, Gáttaþefur, Bandaleysir,
Pottasleikir, Pönnusleikir, Hlöðustrangi, Ketkrókur,
Kertasníkir og Lampaskuggi.
Þeir komu ekki færandi hendi, jólasveinarnir í þá
daga. Þeir voru, eins og nöfnin benda til, sársvangir
sjálfir og gráðugir í allt matarkyns. Þá var oft lítið til að
borða, og það er trúlegt, að börnin hafi verið hrædd um
matinn sinn fyrir þeim. Jólasveinarnir komu níu nóttum
fyrir jól og fóru á þrettándanum.
Svona voru jólasveinarnir í gömlu, íslensku þjóðtrúnni.
Jólasveinarnir voru alls staðar nálægir. Ef hurð stóð í
hálfa gátt, þá var Gáttaþefur kominn þar til að gægjast
inn. Það var þægilegt fyrir hann, því að frammi í
9öngunum var oftast skuggsýnt.
Það var sums staðar ekki siður að breiða fyrir glugg-
ana á kvöldin. Þess þurfti ekki, því að á sveitabæjum er
ekki alltaf ókunnugt fólk á gangi úti fyrir, eins og í
Reykjavík. En þá var bærilegt fyrir Gluggagægi að liggja f
bæjarsundinu og horfa inn í baðstofuna alla kvöld-
vökuna.
Lampinn hékk í sperrunni eða niður úr mæni. Uppi í
ræfri var skuggsýnt. Þar gat Lampaskuggi falið sig og
séð allt, sem fram fór.
í búrinu var Pottasleikir og allir hinir, sem voru sí-
svangir. Sá, sem fór út í hlöðu til að taka kúaheyið, gat átt
von á, að Hlöðustrangi sæti uppi á stabbanum.
Og þegar komið var í fjósið, kom það fyrir, að einhver
kýrin var laus. Þá hafði Bandaleysir verið þar að verki.
Væri ekki gaman að teikna alla þessa karla, þó að þeir
hafi aldrei verið til?
....................................
I f*ku fólki og ég veit, hvernig þaö er
að vera svangur á mesta hátíðisdegi
I ársins.
Svo hélt hann áfram með skjálfandi
í rödd: — Ég ætla nú að biðja ykkur
þess ennþá einu sinni, að Ijá lið ykkar
°9 listgáfu til þess að aðstoða á
hknarskemmtun til ágóða fyrir mat-
9jafir á jólunum.
Áheyrendurnir létu að orðum
9amla mannsins og skemmtunin var
. haldin. Hún varð fjölsótt og gaf mikinn
árð.
Það voru hvít jól í þetta sinn og það
Þótti Parker vænt um. Hann var nú
orðinn of gamall til þess aó sitja í
ekilssætinu og fara um borgina með
jólakörfurnar og hafa taumhald á vilj-
I ugum hestunum og þess vegna varð
það að ráði, að annar maður gerði
þetta, en Parker gamli var við af-
hendinguna á gjöfum í klúbbhúsinu.
Allir fengu troðna körfu og vingjarn-
leg orð, og augu Parkers gamla Ijóm-
uðu af gleði. Þetta var dagurinn hans
og hann vildi fá sem mesta ánægju af
honum. Loks voru allar körfurnar
farnar.
Svo fór hann heim með neðan-
jarðarjárnbrautinni. Brosið lék ennþá
um varir hans, þó að hann væri
dauðþreyttur. Hann sá í draumi
fátæka menn og konur, sem ekki
höfðu fengið neina jólagleði nema
körfuna hans.
Klukkutíma síðar sat hann við lítið
borð í heldur fátæklegri stofu. Bogin,
hvíhærð kona sat beint á móti honum.
— Góði Robert, viltu ekki skera
steikina, sagði hún með hefðarsvip
eins og húsmóðir í stóru samkvæmi.
— Meó ánægju, frú Parker. Þunnar
' sneiðar?
— Já, þökk, hr. Parker.
— Er það ekki yndislegt? sagði
hann. — Varstu feimin Mary? Það var
ekki með léttu hjarta, sem ég gerði
það. Þegar röðin kom að þér og ég
rétti þér körfuna, var ég lafhræddur
um, aö einhver af gömlu kunningjun-
um mundi þekkja þig aftur.
Parker sat um stund og virtist við-
utan. Svo bætti hann við: — En hvers
vegna ætti ég að blygðast mín fyrir
þetta? Við erum eflaust með þeim
allra fátækustu, sem hafa fengið jóla-
körfu í dag.