Æskan - 01.11.1978, Page 74
on
rauou
H ugsiö ykkur að þið væruð komin
til landsins, sem þessi saga gerist í!
Ykkur langar sjálfsagt í epli en þið fáið
þau ekki. Það er eitthvað annað en
hjá bóndanum, sem sagði:
— Ég sé að við getum ekki torgað
öllum eplunum úr garðinum mínum í
haust. Þess vegna held ég að við
verðum að selja öíl rauðu eplin þarna
á stóra trénu neðst í garðinum — hin
eplin verða meir en nóg handa okkur.
— Selja? Það á að selja okkur!
hvísluðu rauðu eplin þegar þau
heyrðu þetta. Og þau fundu til sín af
upphefðinni.
— Þetta er mikill heiður, sagði
perutréð, sem stóö þarna hjá. — Það
eru ekki nema fallegustu og bestu
eplin sem fólk vill kaupa — séu blettir
eöa vankantar á þeim, er ekki hægt
að selja þau nema fyrir hálfvirði í
mesta lagi. Og séu þau ormétin þá vill
enginn líta við þeim.
— Við erum hvorki blettótt né orm-
étin! sögðu rauðu eplin og litu hróðug
kringum sig. En sum eplin þögðu því
að þau fundu að ormur hafði étið sig
inn í þau. En þau vonuðu að enginn
tæki eftir því.
— Niðurföllnu eplin duga ekki í
annað en svínamat, sagði plómutréð
við girðinguna, — það er alveg um
þau eins og niðurföllnu plómurnar. —
vinnumaðurinn tínir þær upp í hjól-
börur og fleygir þeim í svínin.
— Uss, uss! sögðu rauðu eplin með
skelfingu og fyrirlitningu. — Ekki
mundi okkur þykja gaman að láta
svínin bryðja okkur.
— Hvað viljið þiö þá? spurði peru-
tréð.
— Vió viljum láta selja okkur!
svöruðu öll rauðu eplin einum rómi.
Gamla eplatréð skellihló að krökk-
unum sínum, það hristist af hlátri svo
að fáein af eplunum, sem voru ógn-
lítið ormétin, duttu niður og kútveltust
í grasinu. Þar staðnæmdust þau inn-
an um hálfþroskaðar plómur og
perur.
Hin tvö trén hlógu líka og svo sögðu
þau: — Jæja, þið eplin talið eins og
þið hafið vit til! Þið viljið láta selja
ykkur — ójá, en hvað svo? Hvað
haldið þið að verði um ykkur?
Það vissu eplin nú ekki, en þau
vonuðu að þau kæmust á einhvern
ósköp fínan stað. Og svo þreyttust
þau aldrei á að pískra um það, meðan
þau héngu þarna á greinunum og
voru að þroskast í haustsólinni, hvað
eiginlega mundi verða af þessum fínu
eplum, sem ætti að selja. Þau höfðu
vitanlega ekki hugmynd um þetta og
þess vegna dreymdi þau stóra
drauma um framtíðina og óskuðu sér
margs.
Svo voru þau tínd af trénu einn
morguninn, þau voru vafin í pappír og
raðað saman hlið við hlið ofan í kassa
og svo vissu þau ekki meir — þau
fundu bara að þeim var lyft upp og
þau voru borin, keyrð og síðan lyft
upp á ný og svo var þeim ekið aftur
. . . þetta var svo skrítið að þau
rugluðust alveg í ríminu, þangað til
loksins að þau fundu, að nú varð
breyting á.
Því að kassarnir sem þau lágu í
voru opnaðir aftur, pappírinn tekinn
ofan af þeim og svo kom ókunn hönd
ofan í kassann og tók um þau og lyfti
þeim upp.
— Lítið þér á, þetta eru Ijómandi
falleg rauö eðli. Einmitt epli sem hæfa
yður, Epla-Stína! Það eru þessi ep,li,
sem börnunum þykir vænst um að fá,
og þér skuluð fá þau með gamla
verðinu!
— Jæja, það er þá best að ég kaupi
þau, sagði vinaleg rödd og nú fengu
eplin að sjá þessa konu, sem kaup-
maöurinn hafði kallað Epla-Stínu.
Hún var nærri því eins og epli íframan
sjálf— eins og gárótt vetrarepli ■— liti!
og gömul og með svo mikið af sjölum
og klútum, að það lá við að hún vaeri
eins og hnykill í laginu.
Epla-Stína hafði sýslað með ep1'
lengst af ævinnar. í fyrsta lagi var hún
dóttir garðyrkjumanns og hafði hjálp-
að honum þegar hún var barn, síðan
giftist hún einum af vinnumönnum
hans og loks þegar hann var dáinn og
börnin þeirra komin að heiman, vildi
Epla-Stína samt ekki hætta við eplin
Hún fékk leyfi til að hafa svolítinn
söluskúr við götu milli tveggja stórra
skólahúsa og þar sat hún í hvaða
veðri sem vera skyldi og seldi ávexti
— einkum epli.
— Það er miklu hollara að börnin
fái falleg rauð epli að borða en dí-
sætan brjóstsykur eða súkkulaði-
sagöi Epla-Stína. — Það er miklu
hollara og eplin eru svo einstaklega
góð á bragðið.
Að vísu voru það sum börn, sem
kusu heldur að fara inn í sælgaetis'
búðina á horninu og kaupa sér saet'
indi, en þó voru hin miklu fleiri sem
komu til Stínu og keyptu sér hnefa af
plómum, peru eða epli. Og Stína var
engin smásál. Það kom oft fyrir, þegsr
hún sá lítinn dreng sem enga pening3
átti, renna augunum til ávaxtanna, að
hún kallaði á hann og sagði:
— Taktu þér epli þarna, kunningi!
Og það lét enginn drengur segja ser
tvisvar.
Nú fékk Epla-Stína öll rauðu ep|in
og hún nuddaði þau þangað til ÞaU