Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 8

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 8
MARÍA H. ÓLAFSDÓTTIR VILLI FER TIL KAUPMANNAHAFNAR Dag nokkurn fór hann til borgar- innar aftur með mömmu sinni. Þau voru á gönguferð í Konungsgarðin- um, sem er inni í miðborginni. Fyrir mörg hundruð árum var garðurinn uppi í sveit, og Rósinborgarhöll var sumarhús konungsins. Sum trén eru alveg eins gömul og höllin, og ákaf- lega há. ,,Sko, mamma, sjáðu, hvað þetta tré er stórt, það nær alla leið upp í skýin. Það er líklegast þetta tré, sem guð notar, þegar hann kemur niður á jörðina. Englarnir geta líka haft það fyrir stiga. Heldurðu það ekki, mamma?" spurði Villi. ,,Jú, það er víst alveg rétt," svaraði mamma hans. Svo héldu þau áfram og komu til Tivoli. Villi beið á meðan mamma hans keypti miða. Kom þá ekki hund- urinn, sem hann sá uppi á Norður- götu! Ætli hann væri ennþá að hugsa um víkingakjöt? datt Villa í hug. Það var gott, að hann fékk eins stóran ís og hornin, sem víkingarnir drukku úr. ,,Ef ég borða hornið líka, þá verð ég sterkur." Nú fékk Villi miða að hliði óskalandsins. Hann óskaði sér vík- ingaskips, og það fékk hann. Skipið sigldi upp og niður öldur lengra inn í ævintýraland; en höll Sólkonungsins \ 1» er langt inni í landinu, og því fór hann síðasta áfangann í flugvél. Þegar hann kom að höllinni, þá stóð fyrir framan hann vagn úr skínandi gulli, silfurlagður, með gullkórónu á þakinu — á þakbrúninni er blár silkikantur og eins gluggatjöld, en að innan er vagninn fóðraður með rauðu plussi. Dóttir Sólkonungs sat í vagninum, dyrnar voru opnar og Villi fór inn. ,,Komdu sæl, ég heiti Villi og er frá islandi." ,,Komdu sæll, ég heiti Sól- rún. Svo þú ert víkingur? Hérna er kóróna, og á meðan þú hefur hana á höfðinu, áttu allt, sem þú sérð." Og dóttir Sólkonungsins rétti Villa kór- ónu, sem var eins og sú, er hún hafði sjálf. Þau óku í kringum höllina og um garðinn, eins og þau væru konungur og drottning. Villa fannst mikið til sín. Nú réði hann yfir blómunum, trjánum, fólkinu og höllinni. Samt gat hann ekki gleymt fínu fötunum, sem þjón- arnir voru í. Vagninn stansaði, þjón- arnir stigu niður af pallinum, sem er aftan á vagninum. Þeir kræktu lítilli tröppu við dyrnar, og annar þjónninn rétti Villa höndina, þegar hann gekk ofan tröppuna. Villi sá, aö hann hafði hvíta hanska, og honum fannst fötin fínni og fínni, því lengur sem hann skoðaði þau. Hann fór niður í vasa sinn og fann tuttugu-og-fimmeyring, um leið og hann hugsaði: ,,Ætli ég gæti fengið lánuð svona föt fyrir 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.