Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1980, Page 11

Æskan - 01.02.1980, Page 11
mamma þurfti að gera. í gærmorgun var hún búin að baka kleinur, þegar hann vaknaði, og um kvöldið, þegar hann átti aö fara að sofa, fór hún að sauma á saumavélina . . . Nú hlýtur svolítii stund að vera búin, ég spyr bara einu sinni ennþá, þó mamma segist verða lengur, þegar ég spyr svo oft. „Jú,“ sagði mamma hans, ,,nú eru jólin alveg að koma; ég á aðeins eftir eð gera einn hlut — ef þú ferð niður í stiga og telur upp að hundrað, þá er ég búinl" Vi11i fór og byrjaði að telja: Einn, tveir, þrír, fjórir — nei, hann vildi heldur telja fingurna, tíu, tuttugu, þrjátíu, áttatíu, níutíu og fimm, og hundrað. Það vantaði víst eitthvað, — tuttugu og fimm, fimmtíu . . . „Komdu nú, Villi!" kallaði mamma hans. í eldhúsinu er jólamaturinn: Panna reeð brúnuðum kartöflum, og ofan á þeim liggur pönnukökuhnífur meó stórum sykurhnúð á blaðendanum, hrísgrjónabúðingur með heilli möndlu, og steiktur hani með fullan magann af eplum og sveskjum. Það er líka óskabein í honum. Sá, sem er svo heppinn að fá það, má ekki segja óskina hátt, því að þá rætist hún ekki! „Má ég eiga karamelluna á pönnu- kökuhnífnum?" „Já, en þú þarft fyrst að þvo þér og tara í jólafötin," svaraði mamma hans. Á rúmi Villa lágu ný föt, peysa með bláum og hvítum röndum, bláar bux- er, sokkar og skór. Inni í stofunni var lagt á borð, og þar var líka jólatré, svo stórt, að stjarnan náði nærri upp í I loftið. Hvítu jólakertin stóöu í kerta- klemmunum yst á greinunum, og inn á milli þeirra sást blika á silfurgráar I kúlur og annað, sem líktist gulum jólasveini. Hjörtu voru þarna líka, ásamt körfum og kramarhúsum. Dyrabjöllunni var hringt. Frænka kom og maðurinn hennar, sem Villi kallaði frænda líka, og dóttir þeirra, Ingibjörg. Nú var sest við borðið, og maturinn borinn inn. Það var skálað í jólaöli, óskað gleðilegra jóla. Og nú eru jólin komin. Frænka sagði: „Það leit út fyrir að verða hvít jól þetta ár, en svo þurfti endilega að fara að rigna í gær. Það var varla hægt að komast um göturn- ar í morgun fyrir bleytu og krapi." Þá sagði Villi: ,,Og allur snjórinn varð óhreinn. Á íslandi fékk ég í jólagjöf eins langan skíðasleða og borðið er langt. Magga dró hann einn daginn langt frá húsinu okkar aö brekku. Hún stóð á teinum og stýrði niður brekkuna. Ég sat á sleðanum, en svo datt ég af, á bólakaf ísnjóinn. Maggasagði: ,,Þú ert orðinn lifandi snjókarl," og hún þurrkaði snjóinn úr andlitinu á mér. Ingibjörg sagði: „Ég skal koma með þér næst út á Suðurmörk, þegar kemur mikill snjór. Þar er ágæt brekka, og það er aðeins skammt héðan." ,,já, það vil ég. En Óli verður líka að koma með. Hann á sleða." ,,Já, auðvitað." Frændi sagði: „Villi, þú ert orðinn svo duglegur að tala dönsku." ,,0, það er ósköp einfalt, ég lánaði bara Óla allt dótið mitt, þá sagði hann mér, hvað það héti á dönsku, og ef ég skildi það ekki, spurði ég bara mömmu. Við krakkarnir í garðinum tölum saman um hitt og þetta. Veistu, hvaö við lékum okkur að í síðustu viku?“ ,,Nei, það veit ég ekki.“ ,,Við fórum í pokahlaup," sagði Villi, og hann tók pentudúkinn, braut hann eins og poka, stakk fingrunum niður í. „Sjáðu, við fengum stóra pappírspoka frá Þvottahúsinu, þeir náðu upp að eyrum. Ég varð fyrstur að markinu, ég gekk bara á tánum í sín hvoru pokahorninu. Óli vildi hoppa," og Villi lét fingurna hoppa á borðkantinum. „Reynir týndist alveg í pokanum. Þá kom Bibbi og lét litlu systur hans í pokann líka, en þá duttu þau og fóru aó gráta." _,,Ég hef aldrei farið i pokahlaup," sagði frændi. ,,En hérna er óskabein-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.