Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1980, Qupperneq 14

Æskan - 01.02.1980, Qupperneq 14
afrískir skóladrengir segja frá 4. KAFLI FRÁSÖGN KEKÚTA Marteinn er svo lítill, hann veit ekki neitt. Leyfðu mér að segja hvítu börnunum frá skólanum, sagöi Kekúta. Hver er lítill, Kekúta? Hvað þýðir gælunafn þitt Ding-ding? spurði presturinn, (Ding-ding þýðir Lilli litli). Það er bara mamma sem kallar mig Ding-ding. En nú er ég orðinn stór strákur og hef verið þrjú eða fjögur ár í skóla. Þú mátt ekki segja neinum frá gælunafninu, sagði Kekúta. Ég skal ekki gera það ef þú lofar að skrifa eitthvað skemmtilegt, sagði presturinn. Ég skal reyna það, sagði Kekúta, og svo byrjaði hann að skrifa. Pabbi minn er gullsmiður, en þar sem enginn er jafnlaginn við málma og hann verður hann stundum að smíða hluti úr járni. En auðvitað þarf hann líka að rækta jörðina, án þess mundum við tæplega hafa nóg að borða. Húsaþyrpingin okkar er mjög stór, í henni eru margir kofar, því að fyrir utan allar mæður mínar, alla bræður mína og systur, búa hjá okkur margir iðnnemar. Þið munduð ekki vita hverjir drengjanna væru synir pabba, vegna þess að mæður mínar eru sér- staklega góðar við iðnnemana, þar sem þeir dvelja langt í burtu frá fjöl- skyldum sínum. Sumir iðnnemarnir eru tólf ára eins og ég, aðrir eru eldri, og nokkrir eru yngri. Þó að ég teljist ennþá drengur og hafi ekki verið tekinn í tölu fullorð- inna, er mér leyft að sofa hjá iðnnem- unum, langt í burtu frá mömmu. Það er afskaplega gaman. Við segjum sögur alla nóttina. Þeir segja mér heilmikið um fjölskyldur sínar og ég get sagt þeim endalaust frá skólan- um. Við hættum aldrei að tala fyrr en pabbi kemur inn með tágastafinn! Hann hefur aldrei notað hann til þess, sem ég held að hann sé ætlaður. En samt hættum við strax að tala. Stundum þegar ég á frí í skólanum fer ég með pabba og iðnnemunum að kaupa gull. Við erum margar vikur að ganga báðar leiðir, og sjáum nýja staði og nýtt fólk. En venjulega koma konurnar sjálfar með gullió þegar þær vilja fá smíðaða skartgripi. Mér leiðist að pabbi skuli stundum smíða hlújárn og önnur verkfæri. Einhver annar, sem er ekki eins góður smiður og hann gæti gert það. Það er miklu skemmtilegra þegar hann smíðar byssur fyrir veiðimennina. Einu sinni lofaði veiðimaður mér að fara með sér að veiða villisvín og antilópu. Ég skil ekki að menn skuli vera að skjóta villisvín fyrst enginn borðar þau. En þið verðið að fyrirgefa ég ætlaði að segja ykkur frá skólanum. Faðir minn og höfðingi þorpsins komu sér saman um að ég skyldi ganga í skóia. Pabbi segir að lestrar- kunnátta sé mjög nauðsynleg og ég veit að það er alveg rétt hjá honum. Um verslunartímann selja allir bændur jarðhneturnar sínar til líbönsku kaupmannanna. Þeir láta mig fara með sér — já, mig „Lilla litla", vegna þess að ég get lesið hve mikið ríkisstjórnin borgar okkur fyrir þær. Ég get lesið rétt á vigtina, marg- 12

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.