Æskan - 01.02.1980, Síða 23
með járnbraut (Inter-city) sem bráð-
le9a mun taka í notkun vagna sem
ganga 200 km á klukkustund. Auk
Þess er í Bournemouth flugvöllur,
Hurn og annar í Southampton í 50 km
fjarlaegð, en þaðan er flogið víðs veg-
ar um Bretland og til meginlandsins.
þá er Bournemouth tengt hinu langa
vegakerfi Bretlands sem þýðir að til-
fölulega auðvelt er að hugsa sér
stuttar og lengri ferðir um Bretlands-
eyjar, jafnvel allt upp til Skotlands og
Wales, meðan dvalist er í Bourne-
mouth.
Bournemouth er þess vegna kjör-
inn staður til aö dveljast á og það var
einmitt með tilliti til þessa að Bourne-
mouth varð fyrir valinu, þegar Anglo
Continental Educational Groups
(ACEG) skólarnir voru stofnaðir.
Hann er án efa einn besti skólinn af
mörgum sem þar hafa verið stofnaðir.
Skólinn var stofnaður 1950. Innan
hans eru 12 mismunandi skólar, 2
Þeirra í London. Skólarnir kenna allt
<rá venjulegri ensku sem notuð er í
daglegu talmáli og allt til sérhaefðari
ensku sem notuð er í viðskiptum.
Skipulagðar eru orlofsdvalir ásamt
enskunáminu og sérnámskeið haldin
fyrir þá sem stunda iðnað, verslun
o.s.frv.
Frá byrjun hafa um 175000
nemendur sótt skólann frá um 100
Þjóðum. Reynsla sú sem hefur fengist
1 Þessu starfi býður upp á gæði þau
sem við bjóðum á námskeiðum okkar.
Kjörorð ACEG skólanna er að
kenna það besta í ensku máli við
bestar aðstæður.
GILDI ÞESS AÐ LÆRA
ENSKUí ENGLANDI
Tungumál er afrakstur og sköpun
menningar og umhverfis. Kennarar
hagnýta sér þetta en nemendur síður.
Þeim er því tamið það að árangur í
tungumálanáminu sé undir því kom-
inn hversu vel tekst til að lifa sig inn í
umhverfi það sem málið þróast í,
hvort þeir læra tungumálið í eigin
landi eða ekki. Það er ekki gott að
standa í fjarlægð og vera áhorfandi.
Það er ekki hægt eingöngu að læra
tungumál utanbókar og troða því í
nemendur. Málanám er öflun
þekkingar, hæfileiki til athafna og
síðan þrotlaus þjálfun. Ekki minnis-
eða utanbókarnám. Með slíku námi
eingöngu verða nemendur stundum
vonsviknir með árangur. Kennarar
verða þess vegna að kappkosta að
nemendurnir nálgist viðfangsefnið
eftir réttum leiðum. Það þarf að sýna
nemendum fram á að nálgast þarf
námið með fyrirhyggju, sem stundum
reynist ekki eins auðvelt og margur
hyggur, en umbun þessarar fyrir-
hyggju veitir nemandanum vald á
tungumálinu sem síðar opnar nýjan
heim og eykur á víðsýni hvers og eins.
Það var með þetta í huga sem
Anglo Continental Educational
Group var stofnað 1950. Meira en 175
þús. nemendurfrá rúmlega 100 þjóð-
um hafa notið kennslu í þessum
fremsta skóla sinnar tegundar í Bret-
landi.
Á þessum 30 árum hefur ACEG
öðlast óviðjafnanlega þekkingu og
reynslu í því hvernig kenna skuli út-
lendingum ensku í Englandi. Aðferðum
og kennslutækni hefur fleygt óðfluga
fram og kennararnir geta hrósað sér
af því að búa nú við bestu gæði í
starfi. Þannig hafa þeir samið
kennslubækur sem taldar eru þær
bestu sem völ er á í kennslu. Það þarf
ekki að taka það fram að allir
nemendur ACEG njóta þessarar
framúrskarandi kennslu frá byrjun til
enda á hvaða stigi sem þeir eru í
náminu.
Þegar velja þarf milli skóla á
þessu sviði, þar sem kennir margra
grasa, er nauðsynlegt að hyggja að
þeim viðurkenningum sem hver og
einn skóli kann að hafa fengið í
kennslunni. Allir skólar ACEG eru
metnir að gæðum og viðurkenndir af
„Department of Education and Sci-
ence" sem tilheyrir menntamála-
ráðuneytinu breska. Að sjálfsögðu
getur ACEG sem sjálfstæð stofnun
sett sér sjálfri eigin ramma í kennsl-
unni. Kannski ekki síst vegna þess
hafa ACEG-skólarnir hlotið viður-
kenningu og eru meðlimir ,,Asso-