Æskan - 01.02.1980, Síða 32
( Olnbogabarnið ]
Einu sinni var karl og kerling. Þau bjuggu í koti sínu
skammt frá sjó, en langt frá öllum mannabyggðum. Þau
áttu sér þrjár dætur, og hét Ingibjörg sú elsta, Sigríður sú
næsta, og Helga sú yngsta. Voru eldri dæturnar í allra
mesta eftirlæti, en Helga var höfð út undan, og var hún
þó í öllu framar en systur hennar. Helgu var ekki trúað
fyrir nokkrum hlut, því að hún átti ekki að vera til neins
nýt, og var hún höfð til að stjana undir öllu hinu hyskinu.
Eitt sinn vildi svo til, að eldurinn í kotinu slökknaði, en
langt var að sækja eld. Var þá Ingibjörg send af stað eftir
eldi. Hún fór. Gekk hún þá fram hjá hól einum og heyrði,
að inni í honum var sagt:
„Hvort viltu heldur eiga mig með þér eða móti?"
Ingibjörg hélt, að þetta væri talað til sín og sagði, að
sérstæði öldungis á sama, hvort væri. Hélt hún svo lengi
áfram, þangað til hún kom að helli einum. Þar sá hún
nógan eld. Ketill stóð á hlóðum, og var kjöt í honum, en
ekki fullsoðið. Hún sá þar og kökur óbakaðar í trogi rétt
hjá hlóðunum. En engan mann sá hún í hellinum, og
ekkert lifandi kvikindi.
Ingibjörg var nú orðin æði matlystug eftir ganginn, svo
að hún kyndir sem mest hún má undir katlinum, til að
flýta fyrir suðunni á kjötinu, og bakar kökurnar. Eina
bakar hún vel, handa sjálfri sér, en brenndi hinar, svo að
þær urðu óætar. Síðan neytti hún matarins hæversku-
En á meðan hún hugsar sig um hvar hún eigi að fleygja sér
niður, heyrir hún dunur miklar.
laust. Kom þá til hennar rakki ógurlega stór og flaðrar
upp á hana. En hún lemur hann og vill reka hann frá sér.
Espast þá rakkinn og bítur af henni aðra höndina. Varð
Ingibjörg þá svo hrædd, að hún þorði ekki að taka eldinn,
heldur hljóp í ofboði heim til sín í kotið til karls og kerl-
ingar og sagði ferðir sínar ekki sléttar, og þótti þetta
undrum sæta.
Þótt það þættu nú engar gamanferðir eða neinn
hægðarleikur að sækja eldinn, var það samt afráðið í
kotinu að senda hitt óskabarnið, hana Sigríði, af stað.
Allir voru sem sé hræddir um, að ef yngsta systirin væri
látin fara, mundi hún strjúka burtu og aldrei sjást framar,
þar sem hún hefði við svo lítinn heim að skilja, en þá væri
enginn eftir, hvorki til að skeyta á skapi sínu né til að
þræla undir eldri systrunum og karii og kerlingu. Þess
vegna var Helga ekki send, heldur Sigríður. Þarf ekki að
orðlengja það meir. Henni fórst öldungis eins og Ingi-
björgu, nema að stóri hundurinn í hellinum skildi svo við
hana, að hann beit af henni nefið.
Nú urðu þau karl og kerling öldungis frá sér, og í bræði
sinni skipuðu þau ótætinu henni Helgu að snauta af stað,
þeim væri svo sem ekki annað en kvöl í að sjá hana.
Skipuðu þau henni að koma með eldinn. Helga fór nú, og
kemur að hólnum, eins og systur hennar höfðu gjört.
Heyrði hún eins og þær, að spurt var í hólnum:
,,Hvort viltu heldur eiga mig með þér eða móti?“ Helga
segir:
,,Það er algengt orðtak, að ekkert sé svo vesalt, að ekki
sé betra að eiga það með sér en móti. En nú veit ég ekki,
hvort það er svo vesalt, sem spyr mig, og því vil ég fegin
eiga það að.“
Hélt hún svo leið sína, þangað til hún kemur í sama
hellinn og hinar systurnar höfðu áður komið í. Þegar hún
kom þangað, stóð þar á eins og fyrri. En Helga fór allt
öðruvísi að ráði sínu en systur hennar höfðu gjört. Hún
sauð kjötið í katlinum og bakaði kökurnar vel og ræki-
lega, en neytti einskis af matnum, og var hún þó harla
svöng, því að ruðurnar og skolin heima voru nú farin að
ganga úr henni. Ekki vildi hún heldur taka eldinn nema
með leyfi hellisráðandans. Og með því að hún var af sér
komin af þreytu, ásetti hún sér að hvílast þar og bíða eftir
húsbóndanum, og þótti henni þó allt vera hér heldur
svipmikið og ógurlegt í kringum sig.
En á meðan hún var að hugsa sig um, hvar hún ætti að
fleygja sér niður, heyrir hún dunur miklar, eins og hellirinn
ætli að hrynja niður. Sér hún þá hvar kemur ógnastór risi,
fjarskalega Ijótur, og með honum gríðarlega stór og
grimmilegur hundur. Varð hún þá skelfilega hrædd. En
henni jókst hugur við þaö, að jötunninn talaði blíðlega til
hennar og sagði:
,,Þú hefur vel og dyggilega starfað það, sem þörf var á,
og er því skylt, að þú fáir laun verka þinna og þiggir mat
með mér og hvílir þig hér í nótt, hvort sem þú vilt heldur
lúra hjá hundinum mínum eða sjálfum mér."
26