Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 34

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 34
„Sælla er að gefa en þiggja“ SMÁLEIKUR í EIXUM ÞÆTTI LEIKSVIÐIÐ: Stofa — með eldstæði — sveitabýli. LEIKENDUR: Grámann (Karl konungur í grárri hermannakápu), María — bóndakona. MARÍA (hrærir í grautarpotti og raular) Sjóddu nú, pottur, þú sérð mína þraut. Dáin er mamma og pabbi á braut, og börnin mín biðja og biðja um graut. Nei, þessi þula á nú ekki við í dag. Börnin hafa hlaupið ofan á vegamótin til þess að sjá, þegar kóngurinn ríður fram hjá. Ég verð að vera heima, því að ég á von á pabba úr skóginum á hverri stundu, og honum veitir ekki af að fá þá eitt- hvað heitt að borða. (Hrærir þegjandi um stund.) Ósköp eru, að sumir skuli alltaf þurfa að vera svona fátækir! Bara að fáeinir ríkisdalir hryndu nú niður í gegnum reykháfinn! Æ — þetta eru heimsku- legar hugsanir. En það þarf nú mikið til, þegar kofinn er fullur af blessuðum börn- unum! (Hlustar.) Jú, nú heyri ég áreiðanlega ein- hvern ganga um. Pabbi er að koma heim úrskóginum. Ég vildi að hann kæmi nú með fugl, svoaðviðgætum fengið steik á sunnudag- inn. (Snýr sér að eldstæð- inu og talar til þess, sem inn kemur.) Hvað veiddir þú í dag, pabbi litli? Var það bara horaður héraræfill? GRÁMANN: Góðan dag í bæinn, móðir góð! MARÍA: Góðan daginn, ó- kunni maður! Ég hélt að það væri húsbóndinn sjálf- ur, sem kæmi. GRÁMANN: Ertu þá alein heima? MARÍA: Já, börnin hlupu ofan að vegamótunum til þess að sjá kónginn ríða fram- hjá. Sástu hann nokkuð? GRÁMANN: Hann hef ég nú séð mörgum sinnum. MARÍA: Það er góður kóng- ur, sem við höfum hér í landinu, því að hann er ekki drambsamur eða hégóm- legur. Það er sagt, að venjulegt fólk geti talað við hann eins og jafningja sinn. GRÁMANN: Hvers vegna ætti fólk ekki að geta það? Hann er nú bara syndugur maður eins og hver annar. MARI'A: Ja, sjáðu til, hann er þó konungur, og því hærra sem menn komast í met- orðastiganum, því sperrtari og montnari eru þeir vanir að verða. GRÁMANN: Já, það getur nú verið rétt hjá þér. MARI'A: Þeir, sem ríkir eru, hugsa sjaldan um þá, sem eru fátækir og erfitt eiga. GRÁMANN: Svo-o — — Þú ert fátæk? MARÍA: Þú ert víst ekki mikið ríkari sjálfur. Venjulegur hermaður hefur sjaldan feitan gölt að flá. GRÁMANN: Hvað myndir þú kaupa, ef þú eignaðist fá- eina dali. MARÍA: Ég myndi kaupa mér einn grís og nokkrar kindur. Ullin er svo góð í band og sokka! Og svo myndi ég kaupa kirkjuhatt handa pabba, því að sá gamli er búinn að þola svo lengi skúrir og skin, að hann er orðinn grænn af elli og veðrum. GRÁMANN: Heldurðu, að þú gerðir nokkuð fleira, ef þú fengir peninga? MARÍA: Já, áreiðanlega! É9 myndi kaupa handa okkuf pott á Mikaelsmessu-mark- aðinum, því að þennan hérna keypti ég meðan við vorum bara tvö á heimilinu, en nú erum við níu. GRÁMANN: Jæja, svo að þú hefur sjö barnamunna að metta? MARÍA: Hvernig veistu það? GRÁMANN: Ég er nú vel heima í reikningslistinni- Fyrst er nú karlinn þinn og þú og svo eru sjö að auki. og það eru náttúrlega börnin. MARI'A: Ertu búinn að sjá grautarsleifina mína? Hún er úr einirót og vel sterk, skal ég segja þér. Og ég a aðra, alveg nýja, og hana ætla ég að senda konunm þinni, því að þú átt sjálfsag* konu? GRÁMANN: Víst á ég konU og börn líka. MARÍA (réttir honum nýja sleif): Gjörðu svo vel! GRÁMANN: Þú ert fátæk oQ ert þó að gefa öðrum. Fu ert gjafmild og örlát. Hef' urðu heyrt talað um gj°f ekkjunnar? Slíku hugarfari fylgir blessun. MARÍA: Presturinn kennif : okkur, að „sælla sé að gefa en þiggja". GRÁMANN: Já, það er sann- leikur. — Jæja, svo börnin þín standa úti í snjónum °9 horfa og horfa, hvort ÞaU sjái ekki kónginn koma og ríða framhjá! MARÍA: Já, — þau voru svo áköf að fá að sjá reglulegan kóng. Sjálf hef ég aldrei séð kóng, svo að ég hefð1 j gjarnan viljað fylgjast meé börnunum, en þá hefó1 karlinn minn ef til vill komié að tómum kofanum, fundio j eldinn kulnaðan og engan heitan graut í pottinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.