Æskan - 01.02.1980, Side 37
tekist á mörgum öldum — þeirra, sem
syngja vélunum og orkuverunum alla
sína dýrustu óði.
Þessar frumstæðu, grísku vatns-
HnyUur voru með láréttu hjóli og
hentuðu allvel, þar sem ekki þurfti
mikils við. Þær breiddust út víða um
lönd.
En þótt Grikkir tækju að nota
vatnsmyllur, kusu Rómverjar enn
snúnar myllur, sem ýmist voru dregn-
ar af þrælum eða ösnum. Það var ekki
fyrr en Rómverjar höfðu endurbætt
uPPfinningu Grikkja og tengt lóðrétt
hiól við vatnsmyllurnar, að þeir leystu
Þr*la sína af okinu við mölunina. Og
enn bárust nýjungarnir um allan þann
Þeim, sem þá var þekktur hérna
megin Atlantshafs. í kringum árið
180°, °9 jafnvel nokkru fyrr, voru
vatnsmyllur reistar á nokkrum stöðum
hérlendis, til dæmis bæði í Reykjavík
°9 Hafnarfirði. Aðeins nokkrum ára-
tugum áður höfðu Islendingar komist
UPP á lag með að höggva steina í
Þandsnúnar kvarnir úr íslensku grjóti
eftir er|endri fyrirmynd. Það gerðist á
átjándu öld, þegar hætt var að flytja
eingöngu mjöl til landsins, svo sem átt
Þafði sér stað um langt skeið.
það er fyrst á tólftu öld, að með
fullri vissu er kunnugt, að vindmyllur
afi verið notaðar. Af fjölda teikninga
fra ^iööldum má ótvírætt ráða, að
Þinar elstu vindmyllur hafa einmitt
Verið stubbmyllur. Þetta var snjöll
uPPfinning og mikil framför. Ekki var
alis staðar kostur á rennandi vatni, en
V|ðast blésu vindar. En ekki var þessi
9erö af myllum laus við ókosti. Þær
V|ldii gefa Sjg f mj|<|urn veðrum, og
en9inn leikur var að snúa þungu
j^ylluhúsinu eftir vindstöðu. En svo
°mu vindmyllurnar hollensku. Á
9eirn snerist aðeins efsti hluti húss-
lns. mylluhatturinn, sem vængirnir
v°ru festir á. Kvarnarhúsið sjálft var
Jaröfast. Þegar vindmyllur voru reistar
' ^eykjavík á nítjándu öld, voru þær af
hoiiensku gerðinni.
^u er tími vindmyllanna nálega
lnn- I staðinn eru komnar mikil-
V'rkarvélar, fólgnarbak við gráa múra
störhýsa í borgum og bæjum. Og það
■■■■■■■■^■■■■■^H
Korn og kvörn
Þetta er teikning af vatnsmyllu, gerð af
Ólafi Ólafssyni á Kóngsbergi. Var hún
prentuð í nokkru upplagi og send hingað
til lands til útbýtingar í stiftamtmannstíð
Thodals, laust fyrir 1780. Mjög er senni-
legt, að eitthvað af myllum hafl verið reist
hér eftir þessari teikningu Ólafs. Eins og
sjá má er vatnshjólið lárétt — þetta er sem
sagt gríska gerðin. Nokkuð er myllan
þyngslaleg að sjá á telkningunni, og óefað
hefur þurft talsvert vatn og allmikinn haila
til þess, að hún reyndist nothæf. En sú
varð raunin um sumar þær myllur, sem
hér voru reistar, að þær urðu að litlum
notum og hefur vankunnátta sjálfsagt
valdið því.
sakna sumir þess svips, sem vængir
hinna miklu vindmylla settu á bæi og
sveitir, þar sem þær gnæfðu við himin
fyrir ekki svo löngu. Vafalaust hafa
gömlu Reykvíkingarnir líka saknað
vindmyllanna sinna, þegar þær voru
rifnar.
Annars notuðust íslendingar að
langmestu leyti við handsnúnar
steinkvarnir, uns tekið var á ný að
flytja til landsins mjöl í stað korns.
Vatnsmyllur þær, sem gerðar voru á
íslandi munu aðeins hafa náð örfáum
tugum, og margar þeirra urðu
skammæjar, því að viðhald brast.
Menn létu sér nægja handsnúnu
kvarnirnar, enda voru kornkaupin
ekki mikil lengi vel. Kvarnirnar stóðu
að jafnaði einhvers staðar í fram-
bænum, oft í göngunum, og það var
víða verk unglinga og kvenna að
mala. Þegar umferðarfólk bar að
garði, var það líka iðulega látið vinna
fyrir gistingunni við kvörnina, þótt
sennilega hafi ekki ávallt verið kræsi-
legt að láta það fara höndum um
matvæli. En fólk var ekki smámuna-
samt í þeim efnum, en talið sjálfsagt
að leitast við að hafa gagn af hverjum
þeim, er orkaði einhverju handarviki.
Þótt liðléttingum væri þannig ætlað
að mala, mun það þó alls ekki hafa
verið létt verk. Það var þungt að snúa
kvörnunum, ef nokkuð var malað að
ráði, og margur hefur stunið mæðu-
lega í kulda og myrkri frambæjarins,
þar sem hann stóð álútur yfir urgandi
kvörninni og sneri og sneri, á meðan
mjölið sáldraðist í stokkinn. En þar
varð engum undanbrögðum við
komið. Það sagði til sín, ef sleitilega
var malað, og ekki annars völ en Ijúka
því verki, er húsbændurnir höfðu sett
fyrir. Og ekki mun örgrannt um, að
stundum hafi hnigið höfug tár af
hvarmi, áður en því var lokið. Þeim var
oft best að leyna, því að tárvot brá gat
frekar vakið reiði harðlyndra hús-
bænda en vorkunnlæti.
En nú er langt síðan steinkvörn
hefur verið snúið á íslandi. Kvarnirnar
eru dottnar sundur og kvarnarstein-
arnir víðast brotnir eða sokknir í jörð.
Þeir, sem enn eru til heilir, eru orðnir
að minjagripum, er menn sækjast eftir
að eiga til minningar um horfna tíma,
sem ekki munu koma aftur, nema
hinir stórorðu og vopnglöðu
höfðingjar heimsins í austri og vestri
eða einhverjir þeirra líkar, geri þann
hlykk á framvindu sögunnar að
neyðin kenni naktri konu að spinna
með gamla laginu í þessum efnum og
öðrum.
Heimild: Skalk (Aldrig set noget
lignende og Mel, eftir Oscar
Marseen).
31