Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1980, Qupperneq 41

Æskan - 01.02.1980, Qupperneq 41
PRÚÐULEIKARARNIR Tæpur aldarfjórðungur er nú liðinn síðan fyrsti Prúðuleikarinn leit dagsins Ijós. Það var hinn frægi ,roskur Kermit og í kjölfar hans hafa yfir 300 brúður verið 1 sviðsljósi vinsælasta sjónvarpsmyndaþáttar heims. Prúðuleikararnir eru nú sýndir í 107 löndum, og í viku hverri horfa um 235 milljónir manna á þá. Vinsældirnar Prúðuleikaranna taka fram vinsældum dáðustu kvik- ^yndastjarna. í hinum tilbúna heimi Prúðuleikaranna er brugðið á leik, þar eru skapaðir hlutir, sem ekki er hægt í hinu daglega lífi. Persónur aftan úr grárri forneskju jafnt °9 fólk framtíöarinnar. Persónulegt yfirbragð Prúðuleik- aranna hefur allsstaðar skapar þeim vinsæidir þar sem l3eir hafa birtst á skjánum. Að baki Prúðuleikurunum vinnur mikið lið, sem hefur ,ekið nýjustu tækni í sína þjónustu. Stjórnendur þeirra Þurfa að leggja hart aó sér. Aðeins nokkrar sekúndur eru ,estar á filmur í einu svo stjórnendur brúðanna geti kastað mæðinni. Á skjánum sjást ekki hin ýmsu handtök stjórnenda þeirra, sem jafnfrarnt leggja þeim til raddir og gæða Prúðuleikarana lífi. Og þegar því sleþþir, sem stjórnendur geta sjálfir gert, tekur tæknin við. Svo sem fjarstýrð augu og eyru. í hinum stærri eru innbyggðir sjónvarþsskermar svo sá sem stjórnar getur séð umhverfið í kringum sig. Einfaldar brellur og háþróuð tækni liggur að baki velgengni Prúðuleikaranna. Nú er tæpur aldarfjórðungur síðan Jim Henson, faðir Prúðuleikaranna, skapaði Kermit. Hann var þá í skóla og tómstundagaman hans var að búa til brúður. Þessar brúður hafa nú gert hann auðugan. Prúðuleikararnir hafa aldrei verið vinsælli en nú, Þeir eiga fyrir sér glæsta framtíð, sem ólíkt öðrum ,,stjörnum“ fölnar ekki með árunum. Þeir eru síungir, ferskir og um allan heim nýtur fólk hugarheims Jim Hensons og félaga, sýningar Prúðuleikaranna. 35

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.