Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1983, Side 8

Æskan - 01.09.1983, Side 8
En þá gerðist dálítið, og þau stirðna upp. Hanna flýtir sér að slökkva á kertinu. Því að fyrir utan húsið heyra þau einhvern nálgast. Það hlýtur að vera fullorðinn maður. Hann stígur svo þungt til jarðar og stynur og dæsir ( sífellu. - Sjáið þið nokkuð? hvíslar Ingunn. - Uss! svarar Hanna lágt. Það verður líka allt kyrrt úti fyrir. Heyrist bara í bíl uppi á veginum. Og svo niðurinn utan af hafinu. Höfðu þetta bara verið ofheyrnir? Nei, þarna gengur hann af stað aftur. Hann kemur nær. Gengur út á trépallinn fyrir framan gluggann þar sem leynilöggurnar eru. Þau heyra marrið í plönkunum. Fóta- takið kemur alveg að glugganum. Þar stansar það. Óli stendur alveg við gluggakarminn. Skyndilega finnur hann andardrátt mannsins fyrir utan á kinninni á sér. Heitan andardrátt og lykt af sterkum lauk og tóbaki. Óli þorir ekki að anda sjálfur. Hann má ekki anda núna. Bara að þau hin komi ekki upp um sig. Þá er ekki gott að vita hvað gerist. Því að þetta hlýtur að vera glæpamaður. Það er enginn sem heyrir til þeirra þótt þau hrópi á hjálp hérna. Hjartað í Óla fer hamförum í brjósti hans. En þarna hverfur lauklyktin. Úff! Loksins getur Óli andað svolítið sjálfur. En ef maðurinn kemur nú aftur? Kannski ætlar hann hingað inn. Það hlýtur að vera eitthvað gruggugt við þetta. Hann læðist svo gætilega um. Nú gengur hann fyrir hornið. Inn um dyr. Sömu dyrnar og börnin komu inn um. Undir fótum hans marrar í snjónum á trégólfinu fyrir framan skrif- stofuna. Eiga þau að reyna að hrópa á hjálp? Eða lýsa beint í andlitið á honum? Óla er líka mál að pissa. Honum hefur aldrei verið svona mikið mál. En ef hann færir sig aðeins þá . .. - Hm . ..hm . . . Það er maðurinn sem ræskir sig. Hann er stansaður aftur. Hann kemur ekki nær. Fótatakið berst inn í annað herbergi. - Er einhver hér? hvíslar hann. - Ertu hér? Hm . . . Leynilöggurnar heyra I eldspýtu sem kveikt er á. Skrjáf í pappír. - Fimmtudag, hvíslar maðurinn. - Fimmtudag, stendur hér. Og það er bara þriðjudagur í dag. Hm. Hann gengur aftur af stað. Nú gengur hann hraðar. Út um dyrnar og síðan hljóðnar fótatakið og hverfur. - En óhugnanlegt, segir Ingunn skjálf- rödduð. - Kannski ættum við að segja lögreglunni frá þessu. - Nei, láttu ekki svona. Hanna tekur í hönd hennar. - Ég verð að fara út að pissa, segir Óli. - í hvelli. Kemurðu með, Rúnar? Nokkru seinna standa þau öll fjögur í herberginu þar sem maðurinn hafði verið. Hanna er búin að kveikja á vasaljósinu sínu. Herbergið fyllist af óhugnanlegum skuggum. En þau verða að reyna að venjast slíku ef þau ætla að verða leynilöggur. Allt er blautt þarna inni. Og vindurinn berst inn um stórt gat á þakinu. - Nú verðum við að leita að spor- um, segir Hanna. - Heyrðuð þið ekki þegar hann tal- aði? hvíslar Rúnar. - Mér finnst ég hafi heyrt þessa rödd áður. - Hann tautaði bara, hvíslar Óli- - Þetta líktist einhverjum sem ég þekki, segir Rúnar. - En hverjum? Ja< nú veit ég. Nei annars, það getur ekki verið hann. - Hver þá? spyr Ingunn. - Kristinn . . . Kristinn skólastjóri. - Ertu vitlaus? Óli snýr sér að Rúnari til að sjá hvort hann sé búinn að missa vitið. - Kristinn skólastjóri er ekki að læðast hér á kvöldin. Hann stjórnar skólanum. - Nei, það getur ekki verið hann. Þetta er áreiðanlega vitleysa hjá mér. - Við verðum að leita að sporum, segir Hanna. - Kannski er eitthvað mikilvægt hérna. En þau sjá ekkert annað en sporin eftir manninn. Og þau hverfa áreiðan- lega einhvers staðar uppi á veginum. - Sjáið þið þetta! Hanna er víst búin að sjá eitthvað merkilegt. - Hvað er þetta? segja hin og hrökkva við. - Nokkur pappírssnifsi. Þurr papp' írssnifsi. Allt annað er blautt hérna. Það er áreiðanlega eitthvað sem hann hefur haft með sér. Svo hefur hann fleygt Þvl hér. Þau breiða úr samanvöðluðum papP' írsmiðunum. Fjögur stykki. Þau leggí3 þau á bekk og reyna að setja þau sam- an. Pappírssnifsin minna Óla á eitt- hvað. En hann getur ómögulega mun- að hvað það er.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.