Æskan - 01.09.1983, Síða 12
Þið hafið eflaust tekið mikið af
skemmtilegum myndum. Vió
vildum gjarnan birta bestu
myndirnar, og í stað þess að
efna til beinnar samkeppni bjóð-
um við ykkur að senda okkur
bestu og skemmtilegustu mynd-
irnar til birtingar. Við veljum svo
„MYND MÁNAÐARINS" hverju
sinni. Við veitum bókaverðlaun
fyrir allar myndir, sem við birt-
um, en aðeins peningaverðlaun
fyrir „MYND MÁNAÐARINS“, 600
krónur. Allir lesendur ÆSKUNN-
AR mega senda inn myndir. Ef
þið viljið fá myndirnar aftur, þá
takið það skýrt fram.
Verið nú dugleg að senda
myndir til blaðsins og gleymið
ekki nafni og heimilisfangi-
Merkið umslagið: Æskan, Box
14, Reykjavík, og neðst í horn
umslagsins „MYND MÁNAÐAR'
INS.“
HVER TEKUR BESTU LJÓS-
MYNDINA?
Ásgeir sagðist kunna vel við sig í Þýskalandi. Þjóðverjar
væru að mörgu leyti gott fólk. „Þeir þurfa bara svo oft að
gjalda fyrir það hvernig þeir eru í sumarleyfum," sagði
hann. „Ef þeir borga fyrir eitthvað vilja þeir örugglega fá sitt
fyrir peninginn. Annars held ég að flestir útlendingar hafi
allt gott af Þjóðverjum að segja.“
- í hvað verðu tómstundum þínum?
„Þegar ég var í Belgíu lék ég mikið golf og fór á skytteri.
Það er minna um það hjá mér í Þýskalandi. Núna fer ég
helst í bíó, horfi á sjónvarp og hlusta mikið á tónlist."
ÍSLENSKA FÓTBOLTANUM FARIÐ AFTUR
Aðspurður sagðist Ásgeir fylgjast vel með fréttum að
heiman. Hann fær DV og Morgunblaðið sent reglulega.
Útvarpsfréttirnar heyrir hann því þær eru sendar út á
stuttbylgju.
- En hvað finnst honum um íslenska fótboltann um
þessar mundir?
„Ég á erfitt með að dæma hann af því að ég sé hann
sjaldan með eigin augum. Ég hef þó grun um að honum
hafi farið aftur eftir þeim fáu leikjum sem ég sá í fyrra og
eins í sumar. íslensk knattspyrna þarf líka að gjalda þess
að um leið og efnilegir leikmenn koma fram í sjónarsviðið
eru þeir keyptir til útlanda.
Fótboltavellir hér á landi eru í verulega slæmu ásigkomu-
lagi og það gerir knattspyrnuna leiðinlegri. Það er varla
forsvaranlegt að bjóða erlendum landsliðum eða félagslið-
um upp á það að leika á Laugardalsvellinum, hann er það
slæmur. Þessi mál þyrfti öll að taka fastari tökum ef knatt-
spyrnan á að halda velli sem vinsælasta íþróttagrein okkar
íslendinga".
FORMGALLAR í SAMNINGI
Ásgeir hefur ekki getað leikið með íslenska landsliðinU
síðastliðin tvö ár. Hver er ástæðan fyrir því?
„Knattspyrnusambandið á að fylgjast með því við 9er
samninga að í þá verði sett ákvæði um að það geti kaHa
leikmenn sína heim þegar á þarf að halda. Önnur lönd eru
með ákvæði um þetta. Fáist leikmaður ekki laus ÞurT
félögin að greiða himinháa sekt. Ég viðurkenni að þarna
eru formgallar í mínum samningi. ,
Við þetta vil ég bæta að íslendingar gera sér ekki ai
grein fyrir því hvað mikið álag fyrir okkur atvinnufótbol13
mennina löngum ferðalögum fylgir. Maður er stundu,TI
marga daga á eftir að jafna sig. Það er líka annað í ÞesS^
Knattspyrnan er atvinna mín. Meðan ég er fjarverandi tila ^
leika landsleik verð ég af ákveðnum greiðslum. Svo ^
baráttan hörð um sæti í aðalliðinu. Viss áhættafylgir Þvl.
gefa sætið oft eftir til varamanns. - Ég vona að eng1^
misskilji það sem ég er að reyna að segja. Ég hef sag1 v
Knattspyrnusambandið hérna að ég muni reyna að le
með landsliðinu okkar svo framarlega sem ekki ver
árekstrar. En til þessa hefur svo verið . . . því miður.
vægir leikir hafa verið á sama tíma hjá félagsliði mínLJ-
- Að lokum, hvað hyggstu taka þér fyrir hendur ílrarn
tíðinni? ^
„Það er ómögulegt að segja nokkuð um það ennþa-
veit bara að ég kvíði ekki framtíðinni. Ég er búinn að ko ^
mér vel fyrir á þessum árum í fótboltanum. En heim kem
að öllum líkindum aftur," sagði Ásgeir Sigurvinsson.
Þegar þetta viðtal birtist er Ásgeir á fullri ferð í ÞVS
fótboltanum. Við óskum honum góðs gengis á ÞeS
keppnistímabili.
Viðtal: Eðvarð Ingólfsso11
Myndir: Heimir Óskarsson-
„MAÐUR VERÐUR AÐ LEGGJA SIG ALLAN FRAM.. ■“