Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 16
ATHAFNAMENN
Þiö hafið sjálfsagt öll heyrt eða lesið
um menn sem byrjað hafa með tvær
hendur tómar en byggt upp stór fyrir-
tæki af miklum dugnaði. Ég býst við
að sögurnar hafi flestar verið um erlenda
menn. En þær gerast að sjálfsögðu
einnig hér á landi. Fyrir rúmum 50 árum
fór Guðmundur Guðmundsson, þá á
unglingsaldri, að smíða húsgögn og
árið 1930 hóf hann framleiðslu þeirra í
stærri sttl. Hann stofnaði Trésmiðjuna
Víði árið 1945. Víðir hefur starfað síðan
og er vel þekkt og virt fyrirtæki. Guð-
mundur hefur verið lífið og sálin í fyrir-
tækinu.
Guðmundur er fæddur árð 1910.
Hann er blindur og hefur verið það
frá 6 ára aldri. Það var viljandi að ég
iir,uuu
nefndi það ekki fyrr. Margt af því fólki
sem einhver fötlun háir vill ógjarna að
mikið sé gert úr fötluninni. Dugnaður
þess við að bjarga sér er oft með ólík'
indum. Þó að sleppt hefði verið að
minnast á þetta atriði hefðuð þið mátt
muna Guðmund sem einstakan dugn-
aðarmann. Nú veit ég að hann á a|la
aðdáun ykkar.
Þið kannist eflaust við framleiðslu
Víðis hf. fyrir börn og ungiinga, skrif'
borð, hillur, svefnbekki, kommóður og
skatthol. Ein tegund skrifborðanna
reyndist svo vel gerð að hún hefur veriö
framleidd nánast óbreytt í 15 ár. SífeH*
er verið að reyna að teikna og smíða
(Það er líka kallað að hanna) það sem
fólki þykir hentast og haganlegasf-
Finnski arkitektinn Ahti Taskinen hann-
aði fyrir nokkru nýja gerð húsgagna
fyrir Víði. Efnt var til verðlauna^
samkeppni um heiti á þeim og var
Salix fyrir valinu. Salix er latneska
heitið á trjátegundinni víði. Þessi hus-
gögn eru gerð úr einingum sem raða
16