Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1983, Side 17

Æskan - 01.09.1983, Side 17
SKÓLASTARF í 100 ÁR A þessu ári er liðin öld frá upphafi reglulegs skólastarfs á Siglufirði. Af- niaelisins var minnst með svonefnd- Urn starfsdögum, það er stundatöflu nemenda er vikið til hliðar fyrir ^ópvinnu er tekið var á viðfangsefn- inu „Skólastarf í 100 ár.“ Nú er hafinn undirbúningur að söguritun sem tekur til ýmissa þátta skólastarfsins í 100 ár, þar sem margir munu leggja hönd að verki. 1 fyrstu var barnaskólinn í litlu timburhúsi á svonefndum „Búðarhól" vestan Lindargötu. Var þetta hús notað til ársins 1899 að nýtt skólahús úr timbri var byggt á Eyrinni, við Aðalgötu Þar sem nú er pósthús. Upp úr alda- mótum fjölgaði bæjarbúum ört, svo fljótlega varð hið nýlega skólahús alls- endis ónógt. Nýtt skólahús úr steinsteypu var vígt í desember 1913 og er það enn í notkun sem hluti af neðri hluta Grunnskólans. Nokkrum árum síðar var byggður allstór leikfimi- salur austan við skólahúsið, sem einnig var um skeið samkomusalur hrepps- búa. Árið 1931 voru 4 skólastofur byggðar við vesturenda hússins. Síð- ustu framkvæmdum við núverandi skólahús á Eyrinni var að mestu lokið 1963, en þá fóru einnig fram töluverðar endurbætur á eldra húsnæði skólans auk nýbyggingar. Fyrsti kennari skólans var Helgi Guð- mundsson læknir og síðan prestarnir sr. Tómas Bjarnason og sr. Bjarni Þor- steinsson. En hann er sagður hafa átt stóran hlut að flestum framfaramálum bæjarins í sinni tíð. Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá tók við skólastjórn af sr. Bjarna árið 1909 og gegndi henni til 1918. í hennar tíð var hafin unglinga- fræðsla. Skólastjórar barnaskólans síð- an eru: Guðmundur Skarphéðinsson 1918-1932, Friðrik Hjartar 1932- 1973 og Jóhann Þorvaldsson 1973- 1979. 200 ÁR FRÁ SKAFTÁRELDUM Á miðvikudaginn 8. júní voru nákvæmlega 200 ár liðin frá t37' að Skaftáreldar hófust, og safnaðist fólk saman á Klaustri til að minnast þess. Dagskráin hófst í Minning- arkapellu sr. Jóns Steingrímssonar, en hann er sá maður Sem tengdari er þessum atburðum en nokkur annar. Sr. Sigurjón Einarsson staðarprestur hóf samkomuna á avarpi þar sem þessa merka manns var minnst, en r.ð því loknu opnaði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sýningu þá sem standa mun í kapellunni í sumar og lýsir þróun og sögu gossins. Rut Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson léku á fiðlu og orgel. Því næst voru flutt ávörp. Dr. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur rakti sögu eldgoss- ins, sem er mesta hraungos sem menn hafa orðið sjónar- vottar að og mesta hraun sem runnið hefur frá því sögur hófust. Sr. Sveinbjörn Rafnsson sagnfræðingur rakti sögu fólksins sem ógnirnar lifði en á því dundu ólýsanlegar hörmungar. Sálmur Hallgríms Péturssonar „Son Guðs ertu með sanni“ var sunginn í lokin. Mikill hátíðleiki ríkti í kapellunni þetta síðdegi. Þarna var samankomið margt manna á öllum aldri, bæði úr Eldþlássinu eins og V.-Skaftafellssýsla hefur verið nefnd og víðar að. Meðal gesta voru biskupar íslands, Pétur Sigurgeirsson og Sigurbjörn Einarsson, ásamt kon- um sínum. 010 á ótal vegu og henta hvar sem er í 'búðinni. Fyrir börn og unglinga má raöa einingunum saman í bókahillur, skápa, skrifborð, svefnbekki og kojur. NV gerð Salix barnahúsgagnanna vakti m'kla athygli á alþjóðlegri sýningu í Naupmannahöfn í maí. Hún er sérstak- 'e9a ætluð fyrir útflutning til Banda- ókjanna. Guðmundur er nú orðinn 73 ára. Nann fylgist enn vel með öllu í fyrir- *®kinu en synir hans hafa tekið við á ýmsum sviðum. Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar. 17

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.