Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 18

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 18
ÁVARPðfi forseta íslands Fátt er skemmtilegra en að rabba við samtíðar- menn sem farnir eru að muna tímana tvenna. Þeir eru oftar en ella hafsjór af fróðleik um fyrri tíð og geta þannig lagt drjúgan skerf til að auka skilning okkar á veröldinni eins og hún birtist okkur á líðandi stundu, því allt má rekja til einhvers upphafs. Við íslendingar ættum enga þjóðarsögu hefðu menn fortíðarinnar ekki kappkostað hverju sinni að færa í letur dýrmætan fróðleik um landið og líf fólksins sem það hefur byggt. Þeir gerðu sér Ijóst að mikilvægt er að geyma en ekki gleyma. Þannig ber okkur að varðveita sem flest blæbrigði lífsminninga því við erum öll sem eitt tengiliður milli þess sem var, er og þess sem verður. Við erum þátttakendur í mannkynssögunni sem með hverju nýju andartaki verður æ lengri. Á íslandi er vart mannsaldur liðinn síðan yngsta og elsta kynslóðin bjuggu saman á heimilum og unga fólkið hafði greiðan aðgang að frásögnum eldra fólksins. Nú hefur þjóðfélagið hins vegar þróast á þann veg að aldurshópar eru víða einangraðir hver frá öðrum. Aldrei verður nægilega mikið gert til að færa saman á ný unga og aldna, öllum til heilla. „Gagnvegir" - viðtöl unglinga við gamalt fólk " er hin besta leið til að auka tengsl aldurshópa þjóðfé- lagsins; bæði greiðfær og góð. Megi ungt fólk og eldra fólk rata sem oftast og sem lengst hvert til annars. JSi<7\dkv ~/hrY) i^ccjadídfu GAGNVEGIR" S8 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.