Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1983, Qupperneq 18

Æskan - 01.09.1983, Qupperneq 18
ÁVARPðfi forseta íslands Fátt er skemmtilegra en að rabba við samtíðar- menn sem farnir eru að muna tímana tvenna. Þeir eru oftar en ella hafsjór af fróðleik um fyrri tíð og geta þannig lagt drjúgan skerf til að auka skilning okkar á veröldinni eins og hún birtist okkur á líðandi stundu, því allt má rekja til einhvers upphafs. Við íslendingar ættum enga þjóðarsögu hefðu menn fortíðarinnar ekki kappkostað hverju sinni að færa í letur dýrmætan fróðleik um landið og líf fólksins sem það hefur byggt. Þeir gerðu sér Ijóst að mikilvægt er að geyma en ekki gleyma. Þannig ber okkur að varðveita sem flest blæbrigði lífsminninga því við erum öll sem eitt tengiliður milli þess sem var, er og þess sem verður. Við erum þátttakendur í mannkynssögunni sem með hverju nýju andartaki verður æ lengri. Á íslandi er vart mannsaldur liðinn síðan yngsta og elsta kynslóðin bjuggu saman á heimilum og unga fólkið hafði greiðan aðgang að frásögnum eldra fólksins. Nú hefur þjóðfélagið hins vegar þróast á þann veg að aldurshópar eru víða einangraðir hver frá öðrum. Aldrei verður nægilega mikið gert til að færa saman á ný unga og aldna, öllum til heilla. „Gagnvegir" - viðtöl unglinga við gamalt fólk " er hin besta leið til að auka tengsl aldurshópa þjóðfé- lagsins; bæði greiðfær og góð. Megi ungt fólk og eldra fólk rata sem oftast og sem lengst hvert til annars. JSi<7\dkv ~/hrY) i^ccjadídfu GAGNVEGIR" S8 18

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.