Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1983, Side 21

Æskan - 01.09.1983, Side 21
n HEIMURINN VAR MIKLU MINNI tt III S7AW. Hrafn Jökulsson tekur fyrsta viðtalið við afa sinn, dr. Jakob Jónsson Séra Jakob Jónsson er fæddur 20. janúar 1904 að Hofi í Álftafirði, sonur hjónanna Jóns Finnssonar og Sigríðar Hansdóttur. Hann brautskráðist stúdent úr M R. árið 1924 og cand. theol. úr Háskóla íslands 1928. Árnið 1965 varð hann doktor í guðfræði við Háskólann. Hann þjónaði Hallgrímssöfnuði um ára- tugaskeið en hefur einnig gegnt prestskap í Kanada °9 á Norðfirði. Séra Jakob kvæntist árið 1928 Þóru Sinarsdóttur og eignuðust þau fimm börn. Mig langar að byrja á því að biðja þig að rifja upp bernskuár þín og bera þau saman við nútímann. „Það fyrsta, sem mér kemur í huga, er að heimurinn var miklu mirini, heimurinn sem við lifðum í. Það var nú ekki nóg með Það að þá datt'engum í hug að það yrði nokkurn tímann fanð til tunglsins heldur gerði maður ekki ráð fyrir að fara til ut|anda nema kannski einu sinni á ævinni. Og það var ósköp lítið um ferðalög til annarra sveita. En það er merki- ie9t að í þessu 200 manna þorpi voru margir sem höfðu dvalist í útlöndum; prestur og læknir, smiður og sjómenn. Nú og þarna komu alltaf skip, bæði innlend og útlend, og ai|f vakti þetta náttúrlega hugsun unglingsins. Og maður iiföi ákaflega mikið í samfélagi við náttúruna, bæði klettana °9 sjóinn. Og í sannleika talað nokkuð djarft en unglingarn- lr Þeir vöndust bara á að passa sig. Bamaskóla höfðum við, alveg sérstaklega góðan. Ég man lika eftir því að þegar ég var smápatti var efnt til leiksýningar sem börn tóku þátt í. Það var kenndur söngur í skólanum og meira að segja haldinn konsert - sungið op- inberlega. Hvað mig snertir þá hafði kirkjan snemma áhrif á mig í 9egnum heimilið og starf pabba. Og ég hef verið sérstak- ie9a ungur þegar ég lærði að taka bænina alvarlega. Þegar e9 rifja upp bernsku mína þá finn ég að það hefur verið mér eölilegt að tala við Guð rétt eins og að tala við foreldra mina. Ég meina ekki með bæn, einhverju kvabbi, þetta er ekki eins og að hringja í matvöruverslun og panta hitt og Þetta. Bænin ristir svo miklu dýpra. Á mínu heimili var mikill og góður bókakostur þannig að ^aður lærði fljótt að meta góðar bækur, það held ég að óafi haft mikið að segja. Ég held að það hafi líka haft ákaflega mikil áhrif á mig að Það ríkti svo gott samkomulag milli fólks. Það var bæði búið fii sjós og lands og ég þekkti fólkið og komst inn í hugsunar- óátt þess og ég umgekkst líka menntamenn þannig að það var langur vegur frá að vera einhliða umhverfi. Eitt er það sem hafði mikið að segja. Á þeim árum, sem e9 var að alast upp, var ákaflega lítið drukkið. Það gat einn Dr. Jakob Jónsson og Hrafn Jökulsson. og einn maður bragðað áfengi, ef hann átti það til en það var aldrei svo að það setti svip á samkvæmislífið. Maður vandist þess vegna aldrei víni. Ég er alinn upp á stríðsárun- um, var tíu ára þegar það skall á. Ég man meira að segja vel hvernig veðrið var þegar fréttin barst heim um að fyrra stríð væri skollið á. Þá var sendur maður frá sýslumannin- um til hreppstjórans að tilkynna þetta því þá var enginn sími. Og ég man þegar faðir minn kom inn og sagði frá þessu. Ég gerði mér náttúrlega ekki grein fyrir nema ein- stökum atriðum í sambandi við þetta. En ég hafði séð dönsk herskip og mig hryllti við þegar ég sá fallbyssurnar því ég vissi að þær væru notaðar til að sökkva öðrum skipum. Aftur á móti þótti mér gaman af að heyra dönsku sjóliðana leika á lúðra svo að bergmálaði í klettunum. Núna horfum við á stríð gegnum sjónvarpið. En ég held bara að frétt með símskeyti í gamla daga um að skipi hafi verið sökkt milli íslands og Noregs hafi fengið miklu meira á mann heldur en að horfa á orrustur í sjón- varpinu. Ef maður ber allt þetta saman við það sem unga fólkið hefur núna þá getur maður sagt að það er alið upp í miklu betri húsum, það hefur miklu fjölbreyttari möguleika bæði til atvinnu og náms. Það dettur heldur engum í hug núna að hann geti ekki einhvern tímann farið til útlanda. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég er ákaflega hrifinn af mörgu sem er að gerast hjá ungu fólki. Ég get nefnt til dæmis sönglíf og leiklist og fjölbreyttari kirkjustarfsemi. Aftur á móti er það neikvætt hvað áfengi er komiö mikið til sögunnar. Mín afstaða til áfengis er sú að það sé lánsamur maður sem byrjar aldrei. Því það er í rauninni aldrei þörf á því. Þörfin fyrir áfengi og tóbak er tilbúin, hún er ekki eins og þörfin fyrir mat. 21

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.