Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Síða 23

Æskan - 01.09.1983, Síða 23
„Með því að skrifa þessa bók vænti ég þess að hafa leyst úr ákveðinni þörf fyrir fræðslu og upp- tysingar um íslenska popptónlist," Sa9ði Jens Kr. Guðmundsson höf- undur „Poppbókarinnar", sem Æskan gefur út í næsta mánuði. Jens hefur um áraraðir ritað um Popptónlist í ýmis blöð og tímarit. a. skrifar hann um þetta efni fyrir Tískublaðið Líf og Æskuna. ~ Um hvað fjallar svo þessi bók? „I grófum dráttum skiptist hún í |imm kafla: 1. Saga poppmúsíkur á •slandi rakin stuttlega frá Hljóma- tímabilinu og til dagsins í dag. 2. Plötulisti. Listi birtur yfir allar helstu P°ppplöturnar á þessu tímabili. 3. Gasðalisti. 25 poppsérfræðingar velja 10 bestu íslenskar hljómplötur allra tíma. 4. í bókinni verða hressi- le9 viðtöl við þekkta popptónlistar- 'Penn, s. s. Bubba Morthens, ^agnhildi Gísladóttur, Egil Ólafs- s°n og fleiri. Þar munu koma fram ýnisar upplýsingar um efni sem ^enn hafa ekki kunnað skil á áður. 5- Talin verða upp öll hljóðritunar- Ver í landinu og hljómplötuútgáfur. Jens Kr. Guðmundsson. Einnig verða einkenni ýmissa mús- íktegunda útskýrð. Því má bæta við að kafli verður um söngtextagerð og rakin þróun hennar. Sitthvað fleira spennandi verður í bókinni og vonandi er þar eitthvað fyrir alla.“ — Varstu lengi að skrifa þessa bók? „Ég hef safnað ýmsu að mér í áranna rás en eiginleg ritun bókar- innar hófst ekki fyrr en í apríl í vor og lauk í byrjun ágúst. Þetta var miklu viðameira og erfiðara verk en ég hélt. Fyrir utan sjálfar skriftirnar þá voru mikil hlaup eftir ýmsum upplýsingum og enn er ég að leita staðfestinga á réttum nöfnum og ártölum. En þetta er búið að vera gaman. - Megum við eiga von á fleiri bókum frá þér? „Nei, ekki í þessu sama formi. Þarna er ég búinn að gera ákveðn- um grunnupplýsingum skil.“ - Eitthvað að lokum? „Já, ég vil bara minna á að Popp- bókin ætti að geta orðið gott upp- sláttarrit fyrir allt áhugafólk um popptónlist. Ég efa það ekki að þessi bók á eftir að valda einhverju fjaðrafoki. En það verður að hafa það. Auðvitað hafa menn misjafnar skoðanir á tónlist og tónlistar- mönnum. Sá sem ritar svona bók getur aldrei verið hlutlaus. Þá fyrst er hann orðinn hlutdrægur,'1 sagði Jens - og við hin bíðum spennt eftir að sjá bókina. E. I. Gáfnapróf Hugsið ykkur, að tveir jafnþungir drengir sitji í tveimur rólum sem settar eru upp eins og þið sjáið á teikningunni. Trissurnar að ofan eru miög liðugar, og allt verður að vera í nánu jafnvægi. Hvað verður nú um drenginn í rólu 2, ef drengurinn í rólu eitt fer að róla sér? Reynið þið, hve fljótir þið eruð að svara þessari spurningu. ‘jngju jujaq i|3A i eipj jeóacj }saui ja Qi>|e}y ‘ddn oaj n|pj jbBoi unq pe oas uie nipj e sjpunjsujes pnieeupi* -Qjiu je^jaA eunujOAS qia :jbas

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.