Æskan - 01.09.1983, Page 28
Hbjössi bolla
te/
Texti: Johannes Farestveit
Teikn.: Solveig M. Sanden
81. Bjössa var svo kalt að tennurnar glömruðu í
munni hans. Þeir í bátnum vildu ekki þreyta
hann með spurningum. Þeir létu hann sitja mið-
svæðis og reru á fullu til baka.
82. Skipstjórinn kom strax niður á þilfar til að
heilsa upp á ævintýramanninn. — Kannski er
hann útlendingur, hugsaði hann. Skipstjórinn
reyndi að tala bæði ensku og dönsku. Bjössi
benti á Sigluvík. Skipstjórinn hristi höfuðið. —
Nei, „Peter Wessel" var ekki á leið þangað.
83. Bjössa voru lánuð föt um borð, ekta sjóara-
föt. Skipstjórinn vildi að hann kæmi upp og fengi
sér að borða. „Sjóarinn hlýtur að vera mikið
soltinn", sagði hann á ensku og Bjössi skildi það.
84. Honum var boðið að setjast og færður mikill
góður matur. Hann benti á box, sem bláskel var
teiknuð á. — Hann er greinilega útlendingur og
lifir á bláskeljum og álíka mat, hugsaði þjónninn.
Nú langaði Bjössa út að sjá innsiglinguna í
Larvík.
BJOSSI BOLLA erkominn aftur