Æskan - 01.09.1983, Qupperneq 36
Hér hleypum viö af stokkunum
nýrri verðlaunaþraut, sem við von-
um að eigi eftir að verða vinsæl. Nú
eigið þið að þekkja lönd, sem við
birtum útlínur af, og með hverri
mynd verða nokkrar skýringar um
viðkomandi land ykkur til hjálpar.
Svarið skal senda til ÆSKUNN-
AR fyrir 15. nóv. næstkomandi - í
hvert sinn eru veitt fimm bókaverð-
laun fyrir rétt svör, og ef mörg svör
berast, verður dregið um verðlaun-
in.
Hvað heitir landið?
Land þetta liggur um þjóðbraut
þvera og skiptir miklu hafi nærri því
í tvennt. Alls er stærð landsins um
301.031 km2 og íbúar eru 55,2 millj-
ónir. Höfuðborgin er mjög fræg í
sögunni, og fyrsti stafur í nafni
hennar byrjar á R. Stjórnarfar var til
síðari heimsstyrjaldar konungsríki
með einræðisstjórn, en upp úr styrj-
öldinni hefur þar ríkt lýðræðisstjórn.
Landið er allhálent og þar er að
finna nokkur eldfjöll sem enn gjósa.
Landbúnaður er aðalatvinnugrein
landsins. Fánalitir þjóðfánans eru:
Grænt, hvítt og rautt. Þjóðhátíðar-
dagur er 25. apríl. íslendingar hafa
mikil viðskipti við landið og þangað
koma margir ferðamenn frá íslandi
árlega.
Hvað heitir
landið?
Kæra Æska! Þakka fyrir allt skemmtiefni og sögurn-
ar. Ég er búin að kaupa þig í 38 ár, og mér finnst þú
mjög gott blað og krakkarnir mínir hlakka alltaf til að
fá þig. Þeim þykir mjög gaman að framhaldssögum
og ég vona að blaðið lifi vel og lengi. Ég sendi þér
mynd af heimilisdýrunum okkar. Hundurinn heitir
Tyra en kisan heitir Rósa. Þau eru bestu vinir, sofa
saman og leika sér saman. Þegar Rósa átti kettlinga
þá passaði Tyra þá þegar hún þurfti að fara út.
Kveðja
Sigurborg María Boersma Jónsdóttir
Hollandi.
Kæra Sigurborg! Blaðið þakkar þér fyrir bréf og
mynd og óskir þínar til blaðsins. Gaman væri að fá
fleiri myndir af börnum og dýrum og lífinu í Hollandi.
Góðir vinir. Hundurinn Tyra og kisan Rósa eru bestu vinir-
sofa saman og borða og leika sér saman. Þegar Tyra þan
að fara út þá eltir kisa. Kveðja til Æskunnar.
KVEÐJA FRÁ HOLLANDI
36