Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 41

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 41
heimilisfang agnethu Ágæti Æskupóstur! Geturðu sagt mér hvaöa heimilisfang Agnetha Fáltskog hefur? Kær kveðja, Imma. Imma Poppstjörnur vilja gjarnan losna við að fá aðdáendabréfin send heim ef það er það sem þú ert að hugsa um að gera, en hins vegar geturðu reynt í þessu tilviki að skrifa til hljómsveitarinnar Abba. Utaná- skriftin er: Abba, 2 Sheep Street, HighWorth, Swindon Wiltz, England. MEIRA UM TOMMA OG JENNA Kæra Æska! Ég er áskrifandi að Æskunni. Ég les hana alltaf og einnig Æskupóstinn. Ég ias í Æskupóstinum um daginn að ein stelpa sagðist ekki vera hrifin af Tomma og Jenna. Ég er alveg sam- máia henni því ég á litla systur sem er að verða tveggja ára. Hún grætur alltaf Þegar hún horfir á þá. Ég vil láta banna Tomma og Jenna Því það er svo mikið ofbeldi í myndinni. Vonandi eru fleiri sammála okkur. Ekki birta nafnið mitt. Ein sem er áskrifandi. Pökkum bréfið. Fleiri mættu skrifa °9 segja okkur álit sitt. UM ÆSKUNA OG BARNAPÖSSUN Ágæti Æskupóstur! Mig langar að spyrja nokkurra spurninga varðandi Æskuna og fleira. Hér kemur runan: 1 ■ Er félagsgjald í bókaklúbbi Æskunn- ar? Ef svo er hvað er það mikið? Hvernig verð ég félagi? 2- Kemur Æskan út mánaðarlega eða á 2ja mánaða fresti? 3- Eru teinamöppur merktar Æskunni táanlegar? Ef svo er, hvar fást þær? 4- Hvað finnst Æskupóstinum sann- 9jamt að 11 ára stelpa fái í tímakaup fyrir að passa 1 árs krakka? 5- Ég er 11 ára og 151 cm á hæð. Hvað finnst þér hæfileg þyngd fyrir mig? Nú er ég búin að tæma spurninga- listann og vona að fá svar bráðlega. Með bestu kveðju, Á. G. P. s. Hvernig er skriftin? Á. G. 1. Um þetta er fjallað á öðrum stað í blaðinu. 2. Æskan kemur út níu sinnum á ári. Hún kemur út mánaðarlega nema um sumarmánuði, þá er maí-júní blað saman og júlí-ágúst og fyrir jól kemur nóv-des. blað. 3. Teinamöppur merktar Æskunni fást í Bókabúð Æskunnar við Lauga- veg 56, síma 1 73 36. Þær eru sendar út á land gegn póstkröfu. 4. Við þorum ekkert að segja um það, nema að kaupið á að vera það hátt að barnapían verði ánægð. Þá verður hún væntanlega ánægðari í starfi sínu. 5. Hvað finnst þér? Aðalatriðið er að þú lítir hressilega út og sért vel hraust. — Skriftin er ágæt og bréf þitt snyrtilegt. ÖNNUR ROKKMYND? Kæra Æska! Ég ætla að byrja á því að þakka fyrir gott blað. Mér finnst Æskan alltaf verða betri og betri. Svo eru hér nokkrar spurningar: 1. Hvað er Siggi pönk gamall? 2. Verður gerð önnur Rokk í Reykjavík kvikmynd? 3. Hvar er ódýrast að taka upp plötu (stóra)? Ég vona að þið getið svarað þessu. Kveðja. pönkari Við þökkum hlýleg orð um Æskuna. Siggi pönkari mun vera tvítugur. Það eru engin áform uppi um fleiri Rokk í Reykjavík kvikmyndir. Hins- vegar verða kunnir popparar notaðir í flestum væntanlegum íslenskum kvikmyndum. Stuðmenn verða t. d. í einni mynd. Bubbi í annarri. Einhver hluti Þeys verður í þeirri þriðju. Hljómsveitin Tíbrá frá Akranesi verður í þeirri fjórðu o. s. frv. Verð á hljóðritunartímum eru svo síbreyti- legt að það er eiginlega ekki hægt að gefa það upp í blaði sem er unnið svona fram í tímann. Hinsvegar er að koma á markaðinn Poppbók. í henni verður listi yfir öll hljóðritun- arver á ísiandi ásamt símanúmerum þeirra. Þá er ósköp einfalt að hringja í þau og fá taxtann uppgefinn. TIL LESENDA ÆSKUPÓSTSINS Það er gaman hvað undirtektirnar við Æskupóstinn hafa verið góðar. Enn eigum við nokkur bréf sem ekki hafa komist að. Vonandi verða bréf- ritarar þolinmóðir. Það er rétt að taka fram að Æskan er unnin 6-8 vikur fram í tímann og þess vegna er nokkurn veginn víst að bréf ykkar, skrifuð með nýjasta blaðið i höndun- um, getur ekki birst í næsta blaði á eftir. Þegar þið lesið t. d. þessar lín- ur þá er búið að ganga frá öllu efni í októberblaðið. Þegar við veljum bréf til birtingar höfum við tvennt til hliðsjónar: Fullt nafn ykkar og heimilisfang verður að fylgja með, þótt þið óskið dul- nefnis. Það er kurteisissiður. Hitt sem ræður vali bréfs er innihaldið. Þau mega ekki öll fjalla um svipað efni hverju sinni. Þá verður enginn fjölbreytni í Æskupóstinum. Stund- um koma spurningar í bréfum sem búið er að svara og þá erum við ekki að svara því sama aftur. Við lesum öll bréf sem blaðinu berast. Þið skulið endilega halda áfram að skrifa okkur. Hér er svo utanáskriftin. Með bestu kveðju. Æskan b/t Æskupósturinn Pósthólf 14 101 Reykjavík. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.