Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1983, Side 47

Æskan - 01.09.1983, Side 47
Þegar nú hinir sáu okkur Frjádag, þá báöu þeir sér griða. þeir könnuðust við rangindi sín og sóru og sárt við lögðu, að þeir skyldu framvegis vera skipstjóranum hlýðnir og auðsveipir. Þeim var heitið fyrirgefningu, en fyrst um sinn voru þeir samt bundnir. Rétt á eftir komu þrír hásetar enn úr skóginum. Þegar Þeir sáu atburð þann, er orðinn var, þá féll þeim allur ketill í e|d og gáfust upp orðalaust. Þeir voru einnig bundnir. Tuttugu og sex menn voru á skipinu enn. „Það eru allar líkur til,“ sagði ég „að annar bátur verði sendurtil eyjarinn- ar. þegar sá fyrri kemur ekki aftur. Það verður þá næst fyrir hendi að ráðast á þá, sem koma á seinni bátnum." Við gengum nú til strandar og mölvuðum gat á bátinn. þessu næst fórum við að jarða lík hinna drepnu, en í þeim svifum heyrðist fallbyssuskot frá skipinu, og hefur það vafa- !aust verið vísbending til þeirra, er í land fóru, að þeir skyldu koma aftur. Eftir það var skotið nokkrum fleiri vísbendingarskotum, °9 sáum við þvi næst í sjónaukanum, að annar bátur var latinn frá borði og var honum róið frá skipinu. Við hörfuðum Þá aftur inn í skóginn. Skipstjóri þekkti brátt í sjónaukanum menn þá, er á bátnum voru, en þeir voru tíu alls. „Sex af þeim eru 'Hmenni," sagði hann, „en hinir hafa víst aðeins fyrir hræðslu sakir gengið í þessi sarntök." ^egar þessir tíu menn voru loksins komnir að landi, þá féllu þeir i stafi, er þeir sáu skemmdirnar á bátnum. Þeir skipuðust í hring, lustu þrisvar upp ópi eins hátt og þeir 9átu og skutu úr byssum sínum. Þegar þetta hafði ekkert UPP á sig, stigu þeir út í bátinn aftur og bjuggust til að róa ffá landi. Þetta var bæði mér og skipstjóranum mjög ógeðfellt, þvi færi báturinn út aftur, þá var öll von úti um það að ná aftur skipinu. Þá hugkvæmdist mér gott herbragð. Ég sagði við Frjá- dag: „Hlauptu upp á hólinn þarna og æptu öðru hverju eins hátt og þú getur. Sjáirðu þá að nokkrir af mönnunum renna á hljóðið, þá lokkaðu þá þarna yfir eftir eins langt og auðið verður. En gættu þess vel, að þeir sjái þig ekki.“ Ég skipaði stýrimanninum að fara með Frjádegi og skunduðu þeir báðir tafarlaust af stað. Þetta mátti ekki tæpara standa, því skipverjar höfðu þegar ýtt bátnum frá landi. En er ópið heyrðist álengdar, þá var óðara lagt að landi aftur. Tveir hásetar voru skildir eftir til að gæta bátsins, en hinir átta fóru inn í skóginn. Það dró úr ópinu smám saman, eftir því sem lengra leið, og seinast heyrðum við það alls ekki. Nú læddumst við að bátnum og komum flatt upp á báða hásetana. Annan þeirra drap skipstjórinn þegar, en hinn gafst upp og beiddist vægðar; voru honum grið gefin fyrir þá sök, að hann hefði aðeins verið afvegaleiddur af félög- um sínum. Að stundu liðinni komu þeir aftur, Frjádagur og stýri- maður. Skömmu síðar tók að skyggja. Þá komu bráðum mennirnir frá skipinu, og var þetta um háfjöru, svo báturinn lá uppi í sandinum og þótti þeim það illt. En þó brá þeim mest í brún, er þeir sáu hvergi hásetana, sem þeir höfðu skilið eftir til að gæta bátsins. ÆVINTÝRI RÓBÍNSONS Þrjú ný frímerki voru gefin út 8. sept. sl. Tvö þeirra voru íþróttir og útilíf og er verðgildi þeirra kr. 12 og kr. 14. Þriðja merkið var gefið út í tilefni Alþjóðasam- gönguársins 1983 og er verðgildi þess kr, 30. 47

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.