Æskan - 01.09.1983, Síða 51
Flugdrekinn sem snýst
Flugdrekinn, sem ég ætla að segja
ykkur frá núna, er settur til flugs alveg
e|ns og aðrir flugdrekar, en þegar hann
er kominn upp snýst hann á fleygiferð
alveg eins og vindmylla. Því meira sem
r°kið er því hraðar snýst hann. Og ykk-
Ur er óhætt að trúa, að það er gaman
aö sjá það.
það er auðvelt að smíða þennan
flugdreka og það gildir einu hvort hann
er stór eða lítill - þess vegna ætla ég
ekki að tiltaka nein mál á teikningunni.
Qrindin er gerð úr þremur, jafnlöngum
treiistum. í hvern lista miðjan er borað
9at- Listarnir eru lagðir saman eins og
^yndin sýnir og í gegnum götin á þeim
ar settur dálítill hólkur, með mörgum
h°kum í hvorn enda, sem þið getið séð
a mynd III. Hólkurinn á að vera svo
an9ur, að endarnir standi aðeins út úr
ls*unum, þegar þeim hefur verið þjapp-
a^ saman eins og hægt er. Hökin á
nólksendunum eru síðan beygð út á við
hamri báðumegin og síðan eru
'starnir settir í réttar stellingar, svo að
Sania fjarlægð verði milli allra
'staendanna. Síðan er hert á hökun-
UrTL þannig að listarnir færist ekki úr
skorðum. Nú eru sex smánaglar negld-
lr 1 listaendana og þeir tengdir saman
seglgarni, sem bundið er um
nv®m nagla og á að vera strítt á
Se9lgarninu. Og þá er grindin búin. Þá
er næst að fóðra hana með lér-
eftsPjötlu, sem helst á að vera hvít og
Punn. þú leggur pjötluna á borð og
9r|ndina ofan á og sníður hana svo.
If,u á mynd I. Á þær hliðar grindarinn-
ar, sem merktar eru með x er efnið
sniðið beint og á að ná svo sem 2 sm.
út fyrir grindina; Þessir jaðrar eru svo
faldaðir utan um seglgarnið . Á hinum
þremur hliðunum er pjatlan sniðin eins
og sýnt er á myndinni, þar sem merkt
er með A og sýnt með punktalínunum.
Jaðarinn er svo faldaður inn á pjötluna
eins og myndin sýnir, svo að einskonar
pokar myndast. Og til þess að gera þá
víðari í opið er pjatlan klipt inn með
spýtunum, auðvitað án þess að klippa
seglgarnið sundur, því að það heldur
pokanum opnum. Það er ekkert á móti
því að lita pokana, t.d. rauða, því að þá
verður flugdrekinn fallegri.
Nú er eftir að koma stillipinna drek-
ans fyrir. Það er spýta, álíka löng og
spýturnar í grindinni. Þú setur á hana
merki eins og þú ætlaðir að skifta henni
í þrjá hluta og borar gat á hana við
annað merkið, ofurlítið minna en gatið
á hólkinum, sem þú festir grindinni
saman með. Gegnum þetta hvorttveggja
setur þú ás, sem á að geta snúist í
hólknum. Mynd II sýnir þverskurð af
þessu. Svarta strikið er drekagrindin en
það hvíta er stillipinninn, og þarf helst
að vera laus ró á milli til þess að ekki
leggist hvað að öðru. Svo er stillisnúran
fest eins og sýnt er með þríhyrningnum
á myndinni og venjulegur drekahali úr
pappír og seglgarni festur á stillipinn-
ann og þá er flugdrekinn fullgerður.
Það er nauðsynlegt að drekinn snúist
eins liðugt og hægt er á ásnum og
þessvegna er gott að bera á hann
vaselín.
- Hvenær fer næsta lest, herra
stöðvarstjóri?
- Eigið þér við vöruflutningalest-
ina?
- Náunginn hélt að hann gæti
sloppið út þegar hann viidi...
- Eg sest ætíð við gluggann. Þar
fær maður stærstu skammtana!
51