Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 4
Æskulýösstörf V iltu hverfa með mér hundrað ár aftur í tímann. Þú veist að þá var ótal margt öðruvísi en nú. Flestir áttu heima í torfkofum, fatnaður var frábrugðinn því sem nú er, afþreyingartæki, svo sem hljóðvarp, sjónvarp og myndbönd, höfðu að sjálfsögðu ekki verið sett saman. Og enn var ár til þess tíma er Emil Berliner fann upp grammófóninn, þ. e. plötuspilarann, - nú er okkur tamara að tala um hljómtæki og hljómtækjasamstæður! ÓTALDAR f Verðlaunahafar á vormótinu í Galtalæk 1985 ANÆGJUSTUNDIR n En börnin voru fjörug og glaðvær þrátt fyrir erfiða tíma og full af at- hafnaþrá. Þau hópuðust saman á björtum vor- og sumarkvöldum og léku sér. Það hefur Þorsteinn Erlings- son sagt okkur í alkunnu kvæði: Fyrr var oft í koti kátt krakkar léku saman þar var löngum hlegið hátt hent að mörgu gaman. Út um stéttar urðu þar einatt skrýtnar sögur þegar saman safnast var sumarkvöldin fögur. Börnin höfðust ýmislegt að eins og verið hefur á öllum tímum. En skipu- lagt félagsstarf fyrir börn og unglinga hófst ekki fyrr en barnastúkur voru stofnaðar. Og það var einmitt fyrir hundrað árum. Fyrsta barnastúkan var stofnuð í Reykjavík 9. maí 1886 og hlaut nafnidÆskan. Hún hefur starfað æ síðan og það hafa barnastúkurnar Sakleysið á Akureyri og Kærleiks- bandið í Hafnarfirði líka gert en þeim var komið á fót litlu síðar. Barnastúkur hafa starfað um allt land og veitt ótöldum félögum sínum ánægjustundir og þroskað þá í hollu starfi. Þetta var nú dálítið hátíðlega til orða tekið! Það minnir mig á að ég hef grun um að sumir krakkar haldi að í barnastúkunum sé allt svo hátíðlegt og settlegt að það sé ekki við þeirra hæfi. Auðvitað er lögð áhersla á hátíðleik þegar við á og að fara að réttum fundarsköpum. En það er nú einmitt „aðalsmerki“ allra félaga sem vilja starfa vel og skipulega. Þeim sem halda að í barnastúkum sé yfirmáta hátíðlegt allar stundir verð ég að segja frá því að félagarnir hafa sannarlega lag á að halda uppi fjöri með alls kon- ar leikjum, þrauta-, spurninga- og íþróttakeppni, diskókvöldum, leiksýn- ingum og ótal mörgu öðru. í þetta sinn ætlum við að segja að- eins frá vormótunum — svona til að minna á að aftur birtir og „aftur kemur vor í dal“. Við göngum svo léttir í lundu ... - Á danspalli í Galtalækjarskógi Takið betur á! - Reiptog í Galtalæk 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.