Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 9
-Áhugamál þín? „Aðallega skíðaferðir. Ég fer oft í Bláfjöllin á veturna og svo hef ég farið tvisvar sinnum í Kerlingarfjöllin. Þetta er ofsa skemmtileg íþrótt. Ég hef líka ahuga á hestum. Ég á einn hest sem heitir Moldi Petersen. Hann er 23 ára °g hefur aldur til að fara inn á skemmtistaði ef því er að skipta. Petta er góður hestur. Það eru margir búnir að eiga hann á undan mér. Friðrik, fósturafi minn, hugsar um hann og við förum stundum í útreiðartúra saman.“ -Hefurðu dottið af baki? „Já, oft - en þá er bara að standa upp aftur.“ -Leikurðu á einhver hljóðfæri? „Nei, ekki ennþá - en ég ætla að hefja nám í píanóleik á næstunni. Ég hef gert tvær tilraunir til að læra á trompet en hætt því eftir stuttan tíma. Ég fékk sár í munninn.“ Áttu plöturnar hans pabba þíns? „Já, ég á þær allar, hverja einustu.“ -Langar þig til að verða frægur tónlistarmaður í framtíðinni? „Kannski þekktur tónlistarmaður — en alls ekki frægur eins og t.d. Duran Duran. Ég held að það sé erfitt og oft þreytandi að vera alltof frægur.“ -Langar þig til að verða atvinnu- tónlistarmaður? „Ég veit það ekki - það verður bara að koma í ljós. Annars hefur mig lengi dreymt um að verða flugmaður.“ — En langar þig ekkert til að verða óperusöngvari? Sigurður hristi höfuðið. „Nei, mig langar alls ekki til að verða óperu- söngvari!“ Ljóshærð — með brún augu -Hverjir eru eftirlætis-tónlistar- menn þínir? „Sandra og Madonna. Cosa Nostra er skemmtiiegasta íslenska hljóm- sveitin.“ -Viltu Iýsa fyrir okkur draumadís- inni þinni? „Já, hún er ljóshærð með brún augu, ekki mjög hávaxin, fylgist vel með tískunni, brún og sterk.“ -Ætlarðu að hjálpa henni við heim- ilisstörfin? „Já, já, það er sjálfsagt. Ég ætla meira að segja að hjálpa henni að baka.“ — Kanntu kannski að baka? „Nei, nei, en það má alltaf læra það.“ Að þessum orðum slepptum slíðruð- um við pennann og þökkuðum þessum unga, efnilega tónlistarmanni fyrir rabbið. Tíminn hafði liðið hratt og nú þurfti Sigurður Helgi að fara að búa sig fyrir gamlaárskvöldið sem sam- kvæmt venju átti að hefjast með klukknahringingu klukkan sex. Við Heimir ljósmyndari hurfum af staðn- um. Gamlaárskvöldið okkar í Reykja- vík hófst líka á sama tíma... E.I. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.