Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 9
-Áhugamál þín?
„Aðallega skíðaferðir. Ég fer oft í
Bláfjöllin á veturna og svo hef ég farið
tvisvar sinnum í Kerlingarfjöllin. Þetta
er ofsa skemmtileg íþrótt. Ég hef líka
ahuga á hestum. Ég á einn hest sem
heitir Moldi Petersen. Hann er 23 ára
°g hefur aldur til að fara inn á
skemmtistaði ef því er að skipta. Petta
er góður hestur. Það eru margir búnir
að eiga hann á undan mér. Friðrik,
fósturafi minn, hugsar um hann og við
förum stundum í útreiðartúra saman.“
-Hefurðu dottið af baki?
„Já, oft - en þá er bara að standa
upp aftur.“
-Leikurðu á einhver hljóðfæri?
„Nei, ekki ennþá - en ég ætla að
hefja nám í píanóleik á næstunni. Ég
hef gert tvær tilraunir til að læra á
trompet en hætt því eftir stuttan tíma.
Ég fékk sár í munninn.“
Áttu plöturnar hans pabba þíns?
„Já, ég á þær allar, hverja einustu.“
-Langar þig til að verða frægur
tónlistarmaður í framtíðinni?
„Kannski þekktur tónlistarmaður —
en alls ekki frægur eins og t.d. Duran
Duran. Ég held að það sé erfitt og oft
þreytandi að vera alltof frægur.“
-Langar þig til að verða atvinnu-
tónlistarmaður?
„Ég veit það ekki - það verður bara
að koma í ljós. Annars hefur mig lengi
dreymt um að verða flugmaður.“
— En langar þig ekkert til að verða
óperusöngvari?
Sigurður hristi höfuðið. „Nei, mig
langar alls ekki til að verða óperu-
söngvari!“
Ljóshærð — með brún augu
-Hverjir eru eftirlætis-tónlistar-
menn þínir?
„Sandra og Madonna. Cosa Nostra
er skemmtiiegasta íslenska hljóm-
sveitin.“
-Viltu Iýsa fyrir okkur draumadís-
inni þinni?
„Já, hún er ljóshærð með brún
augu, ekki mjög hávaxin, fylgist vel
með tískunni, brún og sterk.“
-Ætlarðu að hjálpa henni við heim-
ilisstörfin?
„Já, já, það er sjálfsagt. Ég ætla
meira að segja að hjálpa henni að
baka.“
— Kanntu kannski að baka?
„Nei, nei, en það má alltaf læra
það.“
Að þessum orðum slepptum slíðruð-
um við pennann og þökkuðum þessum
unga, efnilega tónlistarmanni fyrir
rabbið. Tíminn hafði liðið hratt og nú
þurfti Sigurður Helgi að fara að búa
sig fyrir gamlaárskvöldið sem sam-
kvæmt venju átti að hefjast með
klukknahringingu klukkan sex. Við
Heimir ljósmyndari hurfum af staðn-
um. Gamlaárskvöldið okkar í Reykja-
vík hófst líka á sama tíma...
E.I.
9