Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 51

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 51
Smælki I tómstundum Handavinna Margir hafa beðið okkur að birta leiðbeiningar við handavinnu. Pað gerum við nú og ykkar er svo að taka fram prjóna og heklunálar og i'eyna ykkur við þetta skemmtilega verkefni. Dóra Sigfúsdóttir hefur hannað púða, nálapúða og potta- leppa sem kjörið er að efna í með „zareska“ bómullargarni. Nálapúði Heklunál nr. 12 Fastir pinnar Garnið er haft tvöfalt Fitjið upp þrjár lykkjur. Farið aftan 1 fyrstu lykkjuna og heklið tvo hringi, aukið út í hverja lykkju. Síðan er dökkblátt, þá rautt, Ijósgrænt, dökk- brúnt og gult. Aukið í aðra hverja lykkju þannig að púðinn verði kúptur. Fotninn er gulur, u.þ.b. fimm umferð- lr- Heklið svo saman með skærgræn- Um lit. Þegar sex lykkjur eru eftir er Púðinn fylltur með bómull eða öðru efni og heklað þannig að hann lokist. Heklið svo hanka og takka allan hringinn. Púði Garn: Hammerfest - um 200 g Prjónar nr. 10 Prjónað úr tvöföldu garni Fitjið upp 36 lykkjur. Prjónið garða- Prjón. 14 umferðir með bleikum lit, fjórar umferðir með dökkbláum, tvær umferðir ljósgrænar, tvær u. ljós- drappaðar, tvær u. skærgrænar, tvær u. bleikar, tvær u. ljósdrappaðar, aftur tvær umferðir bleikar, tvær u. ljós- '’láar, tvær ljósdrappaðar, tvær u. ljós- grænar, fjórar u. dökkbláar, 14 um- terðir ljósbláar. Bakið er sami lykkjufjöldi, 28 um- erðir með rauðu og 28 umferðir ljós- rappaðar. Heklið jaðrana saman með ljósgrænu; fastir pinnar. Pottaleppar Garn: Hammerfest Prjónar nr. 4 '/2 - Heklunál nr. 6 Garnið er tvöfalt Fitjið upp 18 lykkjur. Prjónið 30 umferðir úr rauðu garni með garða- prjóni, þá átta umferðir með skær- grænum lit og aukið í átta lykkjum öðrum megin þannig að þumall mynd- ist. Þegar átta umferðir eru komnar eru átta lykkjur felldar af. Litir skipt- ast síðan þannig á í umferðum, ( = u): Dökkblár: tvær u. - ljósdrappaður : tvær u. - dökkbrúnn : tvær u. - ljós- drappaður : tvær u. — dökkblár : sex u. — gulur : fjórar u. — rauður : sextán u. — skærgrænn : sex u. — dökkbrúnn : ein u. - dökkblár : fjórar u. - skærgrænn : tólf u. Þá er átta lykkjum aukið í öðrum megin og prjónaðar átta umferðir. Síðan eru þessar átta felldar af og fjórar umferðir prjónaðar í græna litnum. Dökkblár : ein u - skærgrænn : ein u. - dökkblár : ein u. - skærgrænn : ein u. - dökkblár : ein u. - skærgrænn : átta u. - ljósdrappaður : ein u. - grænn : ein u. - ljósdrappaður : tíu umferðir. Fellið af. Nú þurfa þum- alstykkin að standast á og heklað er með föstum pinnum báðum megin með ljósdrappaða litnum. Heklið síð- an saman. Takið aftan í lykkju og heklið hanka úr tíu lykkjum. ,Jæja, svo að þú crt nýi drengurinn í bekknum.“ Kennarinn sagði við Palla litla: - í kulda dragast hlutir saman og í hita þenjast þeir út. Geturðu nefnt dæmi um þetta? — Já, kennari. Jólafríið er bara þrjár vikur en sumarfríið er tólf vikur. - Er hann í raun eins nískur og sagt er? - Já, svo sannarlega. Hann fer sjálfviljugur þangað sem mikil mannþröng er til að pressa fötin sín ókeypis. Tveir ísbirnir voru á göngu í eyðimörkinni. Annar þeirra segir skyndilega: - Það hlýtur að hafa verið svaka- leg hálka hér. - Hvers vegna segir þú það? spurði hinn undrandi. - Jú, sjáðu til! Annars hefðu þeir varla borið svona mikinn sand á hérna. „Hvað oft hef ég ekki sagt þér það? Þú mátt aldrei ganga fyrir aftan hest!“ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.