Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 20

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 20
Verölaunasamkeppni Æskunnar og Rásar 2. yn FÓLK ÞARF AÐ BREYTA HUGSUN SINNI..._______________________________________________________ eftir Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur, Bárðartjörn, S-Þingeyjarsýslu. Hvernig vil ég hafa þjóðfélagið árið 2000? Það er erfið spurning og mörgu til að svara. Að minnsta kosti þarf fólk að breyta hugsun sinni til að þjóðfélagið batni því að ekki vil ég hafa það eins og það er núna. Það sem mér dettur fyrst í hug er friður. Hver vill ekki hafa frið á jörðinni. Ef krakki spyr fullorðinn mann: „Viltu ekki að það sé friður á jörð- inni?“ - þá svarar hann: „Auðvitað, krakki, hvernig spyrðu?“ Já, það er nógu auðvelt að tala um frið, kannski svolítið annað en að framkvæma. Leiðtogar stórveldanna vilja frið og kenna hvor öðrum um að ekki séu kjarnorkulaus svæði hér eða þar. Samt keppast þeir um að eiga sem flest manndrápstæki. Eg vildi óska að þessi geðveikislega vopnakeppni hætti og fyrir peningana, sem notaðir eru til vopnaframleiðslu, verði keyptur matur handa hungruðu fólki. Arið 2000 ætti enginn að þurfa að svelta og enginn að þurfa að óttast kjarnorku- stríð. Fólkið á að vera við aðra eins og það vill að aðrir séu við það árið 2000. Kynþáttahatur á ekki að fyrirfinnast á jörðinni. Enginn getur gert að því hvernig hann er á litinn. íslensk tunga má ekki heldur týnast. Nú eru íslensk popplög sjaldan með íslenskum texta. Fólk talar með enskuslettum því að það heldur að það sé fínt. Smám saman týnist íslenskan ef fólk gætir sín ekki. Við verðum að rnuna að við erum íslendingar. Það er gaman að vera íslendingur og þess vegna verða allir verulega íslenskir árið 2000. Við eigum gott land, nægt landrými, nægt vatn, hreint loft, sem sé fagurt, friðsælt land. Árið 2000 á landið okkar að vera ómengað og fag- urt, ekkert atvinnuleysi, engir glæpir. Ég vildi að allt fólk jarðarinnar gæti lifað rólegt, ekki dauðhrætt um að það verði rænt eða jafnvel myrt á næsta götuhorni, fólk verði friðsamt, allir hafi atvinnu svo að ekki þurfi þeir að ræna. Árið 2000 ætti að vera hægt að lækna öll mein fólks, svo sem krabba- mein og alnæmi. Reykingar ættu ekki að sjást eða áfengisneysla - a.m.k. ekki nema í algjöru lágmarki. Ég vildi að íþróttir væru mikið stundaðar, fólk væri hraust og heilbrigt, ánægt, hjálp- samt og yfirleitt mjög gott. Það þarf ekkert unglingavandamál að vera til árið 2000 ef það hefur þá nokkurn tíma verið til. Haldið friðinn! Verið eins við aðra og þið viljið að aðrir séu við ykkur. Verið jákvæð gagnvart náunganum og lífinu. Trúið og eignist gott og áhyggju- laust þjóðfélag árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.