Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 48

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 48
Sannleiksopnan Umsjón: Sólveig Lára Guðmundsdóttir, Gunnar Ingimundarson, Ólafur Jóhannsson, Pétur Þorsteinsson. Biðjum Guð umfríð Þjóðir í heiminum eyða mörgum sinnum hærri fjárhæðum í að búa til hergögn og sprengjur en þær verja til að hjálpa fólki fátækra landa. Á meðan milljónir deyja úr hungri er verið að búa til vígvélar fyrir hundruð milljóna sem annars væri hægt að nota til að rækta korn handa hungruðum heimi. Biðjum: Kœri Jesús. Láttu mennina, sem búa til sprengjurnar, nota peningana heldur til að rœkta landsvœði til að brauðfœða þá sem hungraðir eru. Gefðu að peningum, sem eytt er í að búa til vígvélar, verði varið til þess að hjálpa fólkinu í fátæku löndunum, kenna því að lesa, kaupa lyf og byggja sjúkrahús. Á nýbyrjuðu ári er oft gott að líta til baka og athuga hvort ekki sé gerlegt að gera eitthvað betur en á nýliðna árinu. Eitt af því sem við getum örugg- lega er að vera sjálf betri en áður, t.d. koma betur fram við náungann. Oft höfum við reiðst við pabba og mömmu, jafnaldra okkar og fleiri. Jafnvel kallað þá illum nöfnum og Iamið. Það getur stundum verið erfitt að halda aftur af sér og láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur. En mikið er unnið ef við getum haldið stillingu okkar. Okkur líður betur þar sem við höfum ekki kallað neinn illum nöfnum eða látið af að gera eitthvað sem við sjáum síðan eftir að hafa gert. Guð vill að við gerum aðeins það sem gott er. Þegar við komum vel fram við náungann erum við að fara að vilja Guðs. En allt sem sundrar Dúfan, sem oft er tákn friðarins, er að stíga á höndina á hermanninum til þess að hann nái ekki sverðinu og geri ein- hverjum mein. Biðjum: Góði Guð. Láttu okkur vera friðflytjendur hvar sem við förum. Gefðu að við getum komið í veg fyrir að ófriður brjótist út þar se'm hann er ekki og að við getum hjálpað og reynt að sætta þar sem ófriður er. sambandi okkar við leikfélaga, systkini, ættingja, foreldra eða kenn- ara á rót í því illa sem stundum nær yfirhöndinni. Ef reiðin grípur okkur eigum við að biðja Guð að hjálpa okkur að vinna bug á henni. Við íslendingar eigum ekki í stríði. Því er það fjarlægt okkur. Stríð er andstætt vilja Guðs og þess vegna getum við óskað þess í bæn til hans að menn um allan heim elski hver annan og eigi ekki í stríði. Hér eru nokkrar teikningar sem sýna allar þann vilja að friður verði í heiminum. Þeim fylgja bænir sem við getum beðið áður en við förum að sofa á kvöldin. Góði Guð. Láttu okkur, börn Guðs, lifa í samfélagi hvert við annað þar sem kærleikur ríkir. Tengdu allar þjóðir saman og láttu alla menn vinna saman að því að friður komist á í heiminum. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.