Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 21
'ReKu. »•*>
DRAUMAÞJÓÐFÉLAGIÐ MITT ÁRIP 2000
eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur 12 ára, Esjubraut 5, Akranesi.
22. október árið 2000. Ég kem heim úr
vinnunni, fleygi mér í næsta hæginda-
stól Og kveiki með fjarstýrirrgu á út-
varpinu. í því eru fréttir og í þeim er
verið að segja frá hátíð sem haldin er í
tilefni þess að 10 ár eru liðin frá útrým-
ingu kjarnorkuvopna í heiminum. Svo
er sagt frá því að sama lækningarað-
ferð og notuð var gegn AIDS fyrir
rnörgum árum dugi á svokallaðan
vNýja sjúkdóm" sem upp hefur komið
úti í heimi.
Ég tek upp sjónvarpsfjarstýringuna
°g stilli á Bretland, síðan á Noreg. þá
á Þýskaland, en finn ekkert við mitt
hæfi nema á einni af íslensku rásunum.
Þar er gamall þáttur úr safni sjón-
varpsins sem sýndur var þann 3. des-
ember 1985 og hét „Hvað bíður okk-
ar?“ Þar ræddu nokkrir unglingar við
tvo ráðherra og fengu svör við mörgu
sem þeim lá á hjarta. Þar var meðal
annars rætt um áfengi sem bannað var
á íslandi árið eftir þáttinn, fíkniefni
sem hurfu af sjónarsviðinu að fullu
árið 1989, og einnig tölvur. Talað var
um að tölvur ættu kannski eftir að
koma í stað manna í atvinnulífinu en
sem betur fer varð það nú ekki svo
slæmt.
Ég slekk á sjónvarpinu, leggst í
stofusófann og læt hugann reika. Ég;
hugsa um hvað mikið hefur verið gert
fyrir gamla fólkið og æskuna á liðnum
árum. Elliheimili og félagsmiðstöðvar
hafa sprottið upp, félagslíf í skólum
hefur aukist, dagheimili eru víða og
nóg af fóstrum og skólarnir þurfa alls
ekki að kvarta um kennaraleysi. Sem
sé, æskan og gamla fólkið búa við góð
kjör og svo er einnig um fullorðna
fólkið. Sjávarútvegur er enn aðal-at-
vinnuvegur okkar íslandinga og enn er
nóg af fiski í sjónum. Atvihnuleysi
þekkist ekki. Allir eru í vinnu sem
vilja og geta. Skattar eru mjög lágir.
Konur og karlar fá sömu laun fyrir
sömu vinnu og ekki er mjög mikill
munur á þeim hæstlaunuðu og lægst-
launuðu.
Ég hugsa líka um hvað munurinn er
mikill á fréttum í fjölmiðlum nú og
f.vrir nokkrum árum. Þá voru flestar
fréttirnar, bæði í útvarpi, sjónvarpi og
í dagblöðum um stríð, óeirðir, slys,
rán, sprengjur og fleira í þeim dúr. En
nú er öldin önnur. Slíkt heyrist varla
lengur af því að friður er nú í heimin-
um. Öryggi er líka meira í umferðinni,
bæði í lofti, á láði og legi.
Ég hugsa um hvernig ástandið var á
sumum stöðum í Afríku fyrir 10-15
árum. Þar geisaði hryllileg hung-
ursneyð og komið var á fót peninga og
fatasöfnunum til hjálpar sveltandi
fólkinu. En nú eru þessi svæði orðin
að frjósömu landi og ekkert bendir til
þess að þar hafi fólk og skepnur nokk-
urn tíma soltið í hel.
Hér á árum áður talaði fólk mikið
um tölvuvæðingu og að tölvur myndu
fyrr eða síðar halda innreið sína í þjóð-
félagið og ýta mannshöndinni frá, þær
myndu skapa atvinnuleysi og það lægi
við að fólk þyrfti ekki að gera annað
en að ýta á einhverja takka til að lifa.
Margar kvikmyndir og bækur voru
gerðar um árið 2000 og í þeim var árið
hugsað sem algjört tölvu- og vél-
mennaár. En sú er alls ekki raunin.
Tölvurnar hafa að vísu komið mikið
við sögu í þjóðfélaginu en þær hafa
ekki ýtt mannshöndinni frá. Af þeirri
miklu þjóðfélagsbreytingu, sem spáð
var í kjölfar tölva, hefur alls ekki
orðið.
Og þar með sofnaði ég í stofusóf-
anum.
21