Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 18

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 18
Falin nöín Smásaga Einu sinni var lítill strákur sem hét Kristján. Kristján átti heima í Reykjavík. Honum þótti leiðinlegt að eiga heima í svona stórri borg. Einu sinni sagði Kristján við mömmu sína og pabba: — Ætlum við aldrei að flytja? - Viðreynum aðflytjaívor, sagði pabbi. — Hvert flytjum við? — Við flytjum til Þorlákshafnar. Kristján ljómaði af gleði. Hann sagði vinum sínum frá þessu. — Hvenær flyturðu? spurðu þeir. - í vor, sagði Kristján voðalega montinn. Kristján skoppaði heim til ömmu. Amma spurði: — Af hverju ertu svona glaður? - Veistu að ég er að flytja í vor? Þegar veturinn var liðinn átti hann að flytja. — Hvenær flytjum við eiginlega? — Á morgun. - Mammamáéghjálpaviðað bera út í bílinn? - Já ætli það ekki. Næsta dag kom stór bíll. Kristján tók einn kassa en hann missti kass- ann og þá heyrðist klirr, klirr. Mamma leit ofan í kassann. Hann var búinn að brjóta tvær styttur og það voru fallegustu stytturnar. Mamma varð vond og Kristján fór að gráta. Pabbi spurði hvað væri að... - Égbrautfallegustustytturnar. — Ekki gráta Kristján minn. Við kaupum nýjar styttur handa mömmu. — Eruð þið að koma? spurði mamma. — Já, nú komum við. Kristján hlakkaði mikið til að koma til Þorlákshafnar og þegar hann sá þangað sagði hann: - Er þetta Selfoss? — Nei, sögðu mamma og pabbi. Þetta er Þorlákshöfn. — Þá sagði Kristján: Hvað búa margir í Þorlákshöfn? En það vissu mamma og pabbi ekki. - Á ég að vera þar í skóla? - Auðvitað, Kristján minn. Þegar þau voru komin alla leið varð Kristján ennþá spenntari. Kristján átti frænda í Þorlákshöfn sem hét Gísli Kristján Þorsteinsson. Hann var tíu ára eins og Kristján. Þegar þeir voru saman fóru þeir í fótbolta. Kristján var góður í fótbolta af því að hann hafði æft og meira að segja keppt í Reykjavík. Hann kynntist alltaf fleiri og fleiri strákum. Þeir voru ágætir en Gísli og Sturla, sem voru báðir tíu ára, voru skemmtilegastir. Honum þótti gaman að eiga heima í Þorlákshöfn og fluttu þau aldrei þaðan. Sigrún Huld Pálmarsdóttir 3. bekk Grunnskóla Þorlákshafnar Nú látum við reyna á hvernig ykkur gengur að finna nöfnin. Lausn send- ið þið til Æskunnar, pósthólf 523, 121 Reykjavík. Við verðlaunum þrjá glöggskyggna. Nafn getur verið falið inni í orði, verið hluti tveggja eða fleiri orða (síðari hluti eins - seinni hluti ann- ars), eða eitt orð sem notað er í annarri merkingu í setningunni. Dæmi um það hvernig finna má nafn: Þú verður að toga í og taka á, slakur má kaðallinn ekki vera. (Tvö nöfn — en kommu þarf að bæta yfir staf í öðru þeirra) Nöfnin eru Áslákur og Vera. Nú skuluð þið spreyta ykkur: 1. Þetta er agn, Arnar, illt mun að baki búa. (Sex nöfn — og að auki eitt óvenju- legt kvenmannsnafn sem líka var fal- ið í síðasta blaði en þarf ekki að finna að þessu sinni) 2. Þeir unnu sigur, Borgarmenn, en mótherjarnir frá Hlíð urðu að láta í minni pokann. (Fimm nöfn — í tveim tilvikum er stafsetningin þó röng — í skal verða ý og i - ý 3. Ég hef ekki séð stærri hval, Dóri! Þetta er mikilfengleg sjón. (Tvö karlmannsnöfn) 4. Ég sé ekki neinar líkur á samningi, málið er svo flókið og menn svo óbil- gjarnir. (Fjögur nöfn — í einu þeirra á að vera y en í setningunni er i.) 5. Þetta hefur verið erfið törn en nú má rétta úr sér og slaka á. (Tvö karlmannsnöfn) 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.