Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 22
\tmth
Hún amma mín er furðuleg per-
sóna. Hún brosir að öllu. Hlær að öllu.
Hún er ekki að gera grín. Það er bara
eins og henni finnist allt svo skemmti-
legt. Þegar hún kemur á morgnana og
veðrið er gott segir hún:
„Þetta er nú meiri dýrðar blíðan,"
og ljómar öll. Ef veðrið er hins vegar
leiðinlegt er hún vís með að segja:
„Árans hryssingur er þetta, en það
verður sjálfsagt betra á morgun,“ og
brosir.
Eins og okkur verði nokkuð hlýrra í
10 stiga frostinu í dag þó að frostlaust
verði á morgun.
í gær þegar ég kom heim úr skól-
anum í rigningunni til að borða hafði
einhver fábjáninn ekið framhjá á
skellinöðru. Hann gat auðvitað ekki
ekið á malbikinu. Hann rótaðist í veg-
brúninni og sletturnar gengu í allar
áttir. Það var ekki sjón að sjá nýju,
hvítu buxurnar mínar. Eg varð bál-
reið. Það er ekki á hverjum degi sem
maður kemur í nýjum buxum í
skólann. Og stelpurnar höfðu orðið
grænar af öfund. Þegar ég var búin að
óskapast yfir þessu og nota mörg væg-
ast sagt vafasöm orð þá sagði amma:
„Blessuð vertu, heldurðu að það sé
ekki hægt að þvo buxurnar? Skiptu
bara.“ Ég verð að segja að ég varð
hálfgröm við ömmu í það skipti. Það
vildi nefnilega svo til að ég átti engar
hreinar buxur nema svo ferlega ljótar
að engin 14 ára stelpa getur látið sjá
sig í þeim. En ef amma hefði orðið
reið og sagt til dæmis:
„Þér var nær að vera að asnast í hvít-
um buxum út í þetta veður.“ Ja, þá
veit ég ekki hvað hefði gerst. Kannski
hefði ég farið að orga af reiði.
Ég spurði ömmu einu sinni af hverju
hún væri alltaf í svona góðu skapi.
„O, maður lærir af lífinu.“
Það finnst mér skrítið. Ég veit nefni-
lega að í lífi hennar hafa svo hræðilegir
atburðir orðið að ég þori ekki einu
sinni að hugsa um þá, hvað þá skrifa.
Ég veit ekki hvort ég get lært af lífinu
eins og amma. Ég hef víst nóg með
það sem þarf að læra í skólanum. En
ég vona samt að ég geti lært af ömmu
Smásaga eftir Sigrunu
að vera alltaf í góðu skapi. Og ég er
fegin að hún passar okkur á meðan
mamma er að vinna. Annars hefði ég
aldrei kynnst henni og góða skapinu
hennar.
Það var til dæmis í sumar þegar
amma ætlaði í sólarlandaferð. Hún
hlakkaði rosalega mikið til. Hún hafði
átt stórafmæli og börnin hennar ætl-
uðu að gefa henni ferðina í afmælis-
gjöf. Börnin hennar, það eru pabbi
minn og systkyni hans. Mér finnst hálf-
hallærislegt að kalla þau börn því að
pabbi er orðin dálítið gamall. En
amma kallar þau krakkana sína. Það
er nú ennþá verra. Jæja. Þau ætluðu
sem sé að gefa ömmu þessa ferð. Hún
ákvað að reyna að fá frænku sína með
sér. Það er lítið gaman að fara í stórum
hópi og þekkja engan. Það skildi ég
vel. En þá var frænkan lasin og treysti
sér ekki á sólarströnd. Amma tók
þessu með jafnaðargeði.
„Jæja, þá fer ég bara til Porto
Rose,“'sagði hún. „Ég hef komið
þangað áður.“ Og hún hringdi í ferða-
skrifstofu og pantaði far. Þetta var í
apríl. Ég man að ég var komin í páska-
frí.
„Ja, nú fór illa fyrir mér,“ sagði hún
þegar hún kom úr símanum. „Allt
upppantað.“ Og svo hló hún eins og
þetta væri fyndið. Ég hefði orðið
grautfúl.
„Hvað gerirðu þá?“ spurði ég.
„Þá reyni ég bara annars staðar,“
sagði hún.
Svo var farið að rýna í bæklinga og
auglýsingar. Þar fann hún ferð sem
henni leist vel á. Það var til Rimini.
Hún sagði að það væri á Ítalíu. Það var
æðislega spennandi að hugsa til þess
að amma færi til Ítalíu. Þar er Róm og
skakki turninn, þið vitið. En þegar til
kom var ekki laust far til Rimini nema
í júlí.
22