Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 19

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 19
Verölaunasamkeppni Æskunnar og Rásar 2 Dómnefndin að störfum. Frá vinstri: Eðvarð Ingólfsson Æskunni, Sæmundur Guðvinsson Flugleiðum og Þorgeir Astvaldsson Rás 2. VERÐLAUNAHAFARNIR FRÁ AKRANESI OG GRENIVÍK Það var spenna í loftinu í húsakynnum Rásar 2 þegar dómnefndin í pistlasam- keppni Æskunnar og Rásar 2 kom saman hl fundar að morgni Þorláksmessudags sl. Þá hafði hver nefndarmaður lesið alla pistl- ana og tilgangur fundarins var að komast aö sameiginlegri niðurstöðu um það hverj- lr hlytu vinningana. Þeir voru ekki af lak- ara taginu: Flugferð fyrir tvo með Flug- leiðum til Lúxemborgar. Þessi síðasti fundur dómnefndar stóð í réma klukkustund. Menn skeggræddu fram og aftur um ágæti ritgerðanna og það var auðheyrilegt að úr vöndu var að ráða. Mjög margir frambærilegir pistlar höfðu borist og dómnefndin var ekki öfundsverð af því að þurfa að gera upp á milli þeirra. Tvær stelpur duttu í lukkupottinn þegar upp var staðið. Þær heita Sigurbjörg Þrast- ardóttir, Esjubraut 5, Akranesi, og Guð- rún Rósa Þórsteinsdóttir, Bárðartjörn. Grenivík. Sú fyrrnefnda er 12 ára en hin 15 ára. Strax og dómnefndin hafði kveðið upp úrskurð sinn hringdi Þorgeir Ástvaldson, forstöðumaður Rásar 2, í sigurvegarana og færði þeim gleðifréttirnar. Eins og við var að búast var þeim tekið með mikilli gleði. Já, það hefði verið gaman að sjá svipbrigð- in á stelpunum — undrunina yfir óvæntum en ánægjulegum tíðindum. Síðan voru nöfn þeirra tilkynnt í beinni útsendingu í Morgunþættinum klukkustund seinna. Ferðin til Lúxemborgar verður farin í vor og mun Æskan fylgjast vel með ferða- löngunum og miðla fréttum af ævintýrum þeirra. Til hamingju, stelpur! Æskan og Rás 2 þakka höfundum allra pistlanna fyrir þátttökuna - og hver veit nema þið hin dettið í lukkupottinn næst! HLIÓMTÆKJASAMSTÆÐAN FÓR TIL VESTMANNAEYJA A Þorláksmessumorgun fengu fleiri óvæntar og gleðilegar fréttir en þær Sigur- björg og Guðrún Rósa — sigurvegararnir í Pistlasamkeppninni. Það var nefnilega hregið í Tónlistargetrauninni. Hinn heppni heitir Gunnar Þór Guðjónsson, Illugagötu ■^5, Vestmannaeyjum. Hann er aðeins átta ura. Verðlaunin voru glæsileg Fisher- hljómtækjasamstæða af tegundinni MC ^-5 ~ frá Sjónvarpsbúðinni. Rétt svör í tónlistargetrauninni eru þessi: A Michael Jackson er Vottur Jehóva. 2. Skírnarnafn Tinu Turner er Annie Mae. 3. Hljómsveitin Grafík kennir sig við ísa- fjörð. 4. Simon Le Bon gekk í Duran Duran árið 1980. 5. Rokkhljómsveitin U2 er írsk. 6. Madonna fœddist árið 1960. 7. Wake me up before you go go hefur verið lengst þeirra þriggja laga, sem nefnd voru, á vinsœldalista Rásar 2. 8. Fyrsta lagið, sem Frankie Goes To Hollywood sendifrá sér, er Relax. 9. Björgvin Halldórssson var eitt sinn í liljómsveitinni Ævintýri. 10. Valgeir Guðjónsson er félagsfrœðing- ur að mennt. Einnig var dregið um aukaverðlaun í Tónlistargetrauninni. Þessi nöfn komu upp: Magnús Magnússon, Asparlundi 6, Garðabæ, og Elsa Þórey Eysteinsdóttir, Lágabergi 9, Reykjavík. Þau fá að vera plötusnúðar á Rás 2 í 20 mínútur áður en langt unt líður. Rúmlega 2000 lausnir bárust í Tónlist- argetrauninni. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.