Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 23

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 23
i/insdóttu r ”Ég held að ég nenni ekki að fara á Þeim tíma,“ sagði amma. „Ég kæri m*g ekki um að koma eins og brennd- u*" snúður heim.“ Og nú skellihló hún. <»En amma,“ sagði ég, „ferðu þá ekkert?“ »Jú, jú, ég fer einhverntíma," svar- aði hún hress í bragði eins og ein- hverntíma væri strax á morgun. Það var komið fram í maí þegar hún frétti af Noregsferð sem fyrirhuguð yar fyrir aldrað fólk. Það átti að dvelj- ast á hóteli og fara þaðan í styttri og iengri skoðunarferðir. Öllum fannst að þetta væri einmitt fyrir örfimu og hún var himinlifandi. Hún pantaði far °g allt var í himnalagi. Það kom í ljós að frænkan, sem ekki vildi fara'á sólar- strönd, vildi endilega fara til Noregs. Aður en langt um leið voru þær orðnar fjórar vinkonur sem ætluðu saman. Það var talað um Noreg seint og snemma. Svo leið að þeim tíma þegar atti að borga inn á ferðareikninginn. Þá kom babb í bátinn. Það var ekki nægileg þátttaka. Þeir voru hreinlega hættir við ferðina. Við vorum alveg miður okkar en amma hló. „Ja, nú dámar mér ekki,“ sagði hún. „Þetta fer að verða skemmtilegt.“ Ég sá nú ekkert skemmtilegt við þetta. Og amma hélt áfram að grúska í bæklingum. „Ég dett ofan á eitthvað, blessuð verið þið,“ sagði hún þegar við vorum að vorkenna henni. Og viti menn. Einn daginn dettur ómerkilegur auglýsingapési inn um bréfalúguna. Þar var auglýst 14 daga hópferð til Noregs. Það átti að sigla með Norröna og aka um Noreg þveran og endi- langan. Eini gallinn var sá að ferðin var farin úr fjarlægu þorpi þar sem amma þekkti engan. „Vissi ég ekki,“ sagði amma. „Þarna kemur draumaferðin.“ Og hún hringdi í vinkonurnar. Tvær voru til í að fara en ein treysti sér ekki í siglingu. Þá hættu hinar við og amma var aftur orðin ein síns liðs. „Þetta er allt í lagi. Þetta er áreiðan- lega ágætisfólk allt saman," sagði hún. „Ég verð ekki lengi ein á báti.“ Og nú gekk allt eins og í sögu. Þátt- takan var næg, það var borgað inn á ferðareikninginn og amma keypti gjaldæyri. Einn daginn viku fyrir brottför kom amma til okkar og var eitt sólskinsbros. „Hugsið ykkur,“ sagði hún, „hún Hanna ætlar með mér. Ekki hefði ég getað fengið betri ferðafélaga." Og þannig komst amma loks í utan- förina með vinkonu upp á arminn; og þessa ódrepandi bjartsýni. Líklega er það besti förunauturinn sem nokkur getur átt. Amma sagði að þarna hefðu for- lögin áreiðanlega verið að verki því að þetta hefði verið eins og ævintýri. Ennþá er hún að segja mér sögur úr ferðalaginu. Þær eru allar um eitthvað skemmtilegt. Hafi eitthvað miður gott borið við hefur hún amma áreiðanlega gleymt því strax. Hún sér aldrei nema björtu hliðarnar. \ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.