Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Síða 18

Æskan - 01.01.1986, Síða 18
Falin nöín Smásaga Einu sinni var lítill strákur sem hét Kristján. Kristján átti heima í Reykjavík. Honum þótti leiðinlegt að eiga heima í svona stórri borg. Einu sinni sagði Kristján við mömmu sína og pabba: — Ætlum við aldrei að flytja? - Viðreynum aðflytjaívor, sagði pabbi. — Hvert flytjum við? — Við flytjum til Þorlákshafnar. Kristján ljómaði af gleði. Hann sagði vinum sínum frá þessu. — Hvenær flyturðu? spurðu þeir. - í vor, sagði Kristján voðalega montinn. Kristján skoppaði heim til ömmu. Amma spurði: — Af hverju ertu svona glaður? - Veistu að ég er að flytja í vor? Þegar veturinn var liðinn átti hann að flytja. — Hvenær flytjum við eiginlega? — Á morgun. - Mammamáéghjálpaviðað bera út í bílinn? - Já ætli það ekki. Næsta dag kom stór bíll. Kristján tók einn kassa en hann missti kass- ann og þá heyrðist klirr, klirr. Mamma leit ofan í kassann. Hann var búinn að brjóta tvær styttur og það voru fallegustu stytturnar. Mamma varð vond og Kristján fór að gráta. Pabbi spurði hvað væri að... - Égbrautfallegustustytturnar. — Ekki gráta Kristján minn. Við kaupum nýjar styttur handa mömmu. — Eruð þið að koma? spurði mamma. — Já, nú komum við. Kristján hlakkaði mikið til að koma til Þorlákshafnar og þegar hann sá þangað sagði hann: - Er þetta Selfoss? — Nei, sögðu mamma og pabbi. Þetta er Þorlákshöfn. — Þá sagði Kristján: Hvað búa margir í Þorlákshöfn? En það vissu mamma og pabbi ekki. - Á ég að vera þar í skóla? - Auðvitað, Kristján minn. Þegar þau voru komin alla leið varð Kristján ennþá spenntari. Kristján átti frænda í Þorlákshöfn sem hét Gísli Kristján Þorsteinsson. Hann var tíu ára eins og Kristján. Þegar þeir voru saman fóru þeir í fótbolta. Kristján var góður í fótbolta af því að hann hafði æft og meira að segja keppt í Reykjavík. Hann kynntist alltaf fleiri og fleiri strákum. Þeir voru ágætir en Gísli og Sturla, sem voru báðir tíu ára, voru skemmtilegastir. Honum þótti gaman að eiga heima í Þorlákshöfn og fluttu þau aldrei þaðan. Sigrún Huld Pálmarsdóttir 3. bekk Grunnskóla Þorlákshafnar Nú látum við reyna á hvernig ykkur gengur að finna nöfnin. Lausn send- ið þið til Æskunnar, pósthólf 523, 121 Reykjavík. Við verðlaunum þrjá glöggskyggna. Nafn getur verið falið inni í orði, verið hluti tveggja eða fleiri orða (síðari hluti eins - seinni hluti ann- ars), eða eitt orð sem notað er í annarri merkingu í setningunni. Dæmi um það hvernig finna má nafn: Þú verður að toga í og taka á, slakur má kaðallinn ekki vera. (Tvö nöfn — en kommu þarf að bæta yfir staf í öðru þeirra) Nöfnin eru Áslákur og Vera. Nú skuluð þið spreyta ykkur: 1. Þetta er agn, Arnar, illt mun að baki búa. (Sex nöfn — og að auki eitt óvenju- legt kvenmannsnafn sem líka var fal- ið í síðasta blaði en þarf ekki að finna að þessu sinni) 2. Þeir unnu sigur, Borgarmenn, en mótherjarnir frá Hlíð urðu að láta í minni pokann. (Fimm nöfn — í tveim tilvikum er stafsetningin þó röng — í skal verða ý og i - ý 3. Ég hef ekki séð stærri hval, Dóri! Þetta er mikilfengleg sjón. (Tvö karlmannsnöfn) 4. Ég sé ekki neinar líkur á samningi, málið er svo flókið og menn svo óbil- gjarnir. (Fjögur nöfn — í einu þeirra á að vera y en í setningunni er i.) 5. Þetta hefur verið erfið törn en nú má rétta úr sér og slaka á. (Tvö karlmannsnöfn) 18

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.