Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1986, Page 20

Æskan - 01.01.1986, Page 20
Verölaunasamkeppni Æskunnar og Rásar 2. yn FÓLK ÞARF AÐ BREYTA HUGSUN SINNI..._______________________________________________________ eftir Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur, Bárðartjörn, S-Þingeyjarsýslu. Hvernig vil ég hafa þjóðfélagið árið 2000? Það er erfið spurning og mörgu til að svara. Að minnsta kosti þarf fólk að breyta hugsun sinni til að þjóðfélagið batni því að ekki vil ég hafa það eins og það er núna. Það sem mér dettur fyrst í hug er friður. Hver vill ekki hafa frið á jörðinni. Ef krakki spyr fullorðinn mann: „Viltu ekki að það sé friður á jörð- inni?“ - þá svarar hann: „Auðvitað, krakki, hvernig spyrðu?“ Já, það er nógu auðvelt að tala um frið, kannski svolítið annað en að framkvæma. Leiðtogar stórveldanna vilja frið og kenna hvor öðrum um að ekki séu kjarnorkulaus svæði hér eða þar. Samt keppast þeir um að eiga sem flest manndrápstæki. Eg vildi óska að þessi geðveikislega vopnakeppni hætti og fyrir peningana, sem notaðir eru til vopnaframleiðslu, verði keyptur matur handa hungruðu fólki. Arið 2000 ætti enginn að þurfa að svelta og enginn að þurfa að óttast kjarnorku- stríð. Fólkið á að vera við aðra eins og það vill að aðrir séu við það árið 2000. Kynþáttahatur á ekki að fyrirfinnast á jörðinni. Enginn getur gert að því hvernig hann er á litinn. íslensk tunga má ekki heldur týnast. Nú eru íslensk popplög sjaldan með íslenskum texta. Fólk talar með enskuslettum því að það heldur að það sé fínt. Smám saman týnist íslenskan ef fólk gætir sín ekki. Við verðum að rnuna að við erum íslendingar. Það er gaman að vera íslendingur og þess vegna verða allir verulega íslenskir árið 2000. Við eigum gott land, nægt landrými, nægt vatn, hreint loft, sem sé fagurt, friðsælt land. Árið 2000 á landið okkar að vera ómengað og fag- urt, ekkert atvinnuleysi, engir glæpir. Ég vildi að allt fólk jarðarinnar gæti lifað rólegt, ekki dauðhrætt um að það verði rænt eða jafnvel myrt á næsta götuhorni, fólk verði friðsamt, allir hafi atvinnu svo að ekki þurfi þeir að ræna. Árið 2000 ætti að vera hægt að lækna öll mein fólks, svo sem krabba- mein og alnæmi. Reykingar ættu ekki að sjást eða áfengisneysla - a.m.k. ekki nema í algjöru lágmarki. Ég vildi að íþróttir væru mikið stundaðar, fólk væri hraust og heilbrigt, ánægt, hjálp- samt og yfirleitt mjög gott. Það þarf ekkert unglingavandamál að vera til árið 2000 ef það hefur þá nokkurn tíma verið til. Haldið friðinn! Verið eins við aðra og þið viljið að aðrir séu við ykkur. Verið jákvæð gagnvart náunganum og lífinu. Trúið og eignist gott og áhyggju- laust þjóðfélag árið 2000.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.