Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1986, Síða 12

Æskan - 01.07.1986, Síða 12
Eitt af mestu kraftaverkum lífs- ins er fæðing barns. Það verður til í móðurkviði, vex þar og dafnar og kemur svo í heiminn níu mánuðum seinna. Þá eru líffærin orðin það þroskuð að það getur sjálft dregið andann og unnið úr fæðunni. Áður þurfti móðirin að gera hvort tveggja fyrir það. Margt breytist í fjölskyldunni þegar nýr ein- staklingur bætist í hópinn. Mamma og pabbi verða afskap- lega upptekin við að sinna litla barninu því að það er svo ósjálf- bjarga, getur ekki gengið eða bjargað sér á nokkurn hátt. í þessari grein ætlum við að segja frá margs konar hjátrú sem tengdist með- göngu og fæðingu fyrr á tímum - og svo svörum við mörgum spurningum sem koma upp í huga eldri barna þeg- ar þau eignast lítið systkini. Þau velta því meðal annars fyrir sér hvenær barnið byrji að sjá og hvort það heyri í maga mömmunnar. Svo spyrja þau hvað það taki langan tíma að fæða það og hvort það sé sárt. Tveim síðustu spurningunum fáum við Dýrfinnu Sig- urjónsdóttur ljósmóður til að svara og ræðum við hana um fleira um leið. Hún hefur tekið á móti hátt á annað þúsund börnum. Það er stór barna- hópur. Hún hefur hjálpað einum ís- lendingi af hverjum 133 - eða fimmtugasta hverjum Reykvíkingi. Rjúpuegg og freknur Á öllum tímum hefur fólki þótt gaman að giska á hvort kona, sem gengur með barn, eigi von á strák eða stelpu. Hér áður fyrr var talið að spriklaði barn mikið í maga mömmunnar gengi hún með strák. Einnig var reynt að ráða í kynið eftir sverleika mömmunnar. Ef hún var mjög gild og þá meira hægra megin gekk hún með strák. En stæði kúlan fram eins og strýta þá var hún með stelpu. Ef kona hafði mikinn brjóst- sviða var sagt að hún gengi með síð- hærðan strák. Nú á dögum er tæknin orðin svo mikil að mömmur geta fengið að vita á meðgöngutímanum hvort kynið þær ganga með ef þær kæra sig um. Það sést á sýni sem tekið er úr leginu og einnig í svokölluðu sónartæki (óms- tæki). Það er gegnlýsingartæki sem flestar óléttar konur á Reykjavíkur- svæðinu fara í. Þar getur hjúkrunar- fólk og læknar séð hvort útlimir barns- ins eru eðlilegir og hvort sum innri líffæri þroskast eðlilega. En fæstir for- eldrar vilja fá að vita kyn barnsins og biðja um að þeim sé ekki sagt það. Þeir vilja iáta það koma á óvart á sjálfri fæðingarstundinni. Ýmiss konar hjátrú tengdist með- göngunni hér áður og enn eimir dálítið eftir af henni. Það var margt sem ólétt- ar konur þurftu að varast. Þær máttu ekki borða gómfillu því að þá gat barn- ið, sem þær gengu með, orðið ho - góma. Ef þær borðuðu selsvið gat barnið fengið selshöfuð og hreifa- & barn fékk freknur var því haldið fra111 að mamma þess hefði borðað rjúpu- egg á meðgöngutímanum. Fengi þa® óslétta húð átti hún að hafa borða ýsuroð. Ótal fleiri dæmi væri hægt að rifja upp varðandi hjátrú en við látuT1 nægja að bæta hér nokkrum við. Ólo' kona mátti ekki stíga yfir breima kött því að þá varð barnið viðrini eða vlt' firringur. Hún mátti ekki heldur horfa á tungl í fyllingu eða á norðurljós þvl að þá gat barnið orðið rangeygt eða fengið flöktandi augnaráð. Já, það er ótrúlegt hvað kristin þjðð aðhylltist mikið hjátrú fyrr á öldum " og gerir að einhverju leyti enn. ?a er í andstöðu við kristna trú að halda að örlög manna ráðist af einhverju áðurnefndra atriða. í seinni tíð brosa flestir að gamalli hjátrú en ennþá er Þ° til fólk sem brýtur alltaf málbein 1 kindasviðum vegna ótta um að ella gæti fæðst mállaust barn í fjölskylduua og sama fólk sleppir jafnvel að borða gómfilluna. 12

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.