Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1986, Page 20

Æskan - 01.07.1986, Page 20
Maradona Besti knaUspymumaður í heimi Það er stutt síðan íslenskir sjónvarps- áhorfendur fylgdust með heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. Þar gat að líta hvern knatt- spyrnusnillinginn á fætur öðrum, Plat- ini, Elkjer, Lineker og Maradona. Gaman var að sjá hvernig knötturinn lék í fótunum á þeim, sjá þá brjótast í gegnum vörn andstæðinganna og spyrna að marki. Mörgum eru minnis- stæð mörkin sem Maradona skoraði gegn Englendingum þó að annað þeirra hafi að vísu verið gert með hendi, - hendi Guðs, eins og hann orðaði það sjálfur. En seinna markið, sem hann gerði, var alveg stórkostlegt. Hann náði boltanum á miðju og lék á hvern leikmanninn af öðrum. Þeir bókstaflega réðu ekkert við hann. Hann komst langt inn í vítateig og spyrnti knettinum í netið. íþrótta- fréttamenn voru á einu máli um að þetta hefði enginn annar en Maradona getað. Það er ekki ofsögum sagt að Pelé og Maradona séu mestu knatt- spyrnumenn sem uppi hafa verið. Pelé lagði skóna á hilluna fyrir rúmum ára- tug en Maradona hefur aldrei verið betri en nú. Hann vakti fyrst verulega athygli árið 1977, þá aðeins 15 ára. 16 ára lék hann nokkra leiki með argent- íska landsliðinu en var samt ekki val- inn í liðið sem keppti í heimsmeistara- keppninni sama ár. Það olli honum talsverðum vonbrigðum. Frá 16 ára Maðurinn á bak við sigur argentíska landsliðs- ins fyrr í sumar; Diego Maradona, 25 ára og aðeins 164 sentimetra hár. 20

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.