Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 10

Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 10
sagt að ég hætti á Útvarpinu þegar ég finn ekki lengur fyrir þessum fiðringi.“ — Hvernig gengur að hafa upp á fólki í viðtöl? „Það gengur misjafnlega vel. Svo bætir ekki úr skák að sumum er hrein- lega illa við að tala í útvarp. Það hefur oft komið fyrir hjá okkur að fólk hefur ekki mætt í viðtal. Það er fremur neyðarlegt. Við höfum þá gert ráð fyrir viðtali í handriti og orðið að bjarga okkur úr klípunni með því að leika lag í stað viðtalsins. Maður verð- ur oft var við að fólk hræðist beina útsendingu og óttast að það segi ein- hverja vitleysu sem ekki verður auð- veldlega leiðrétt. Einu sinni rauk mað- ur út úr talstofunni rétt áður en viðtal átti að hefjast og kastaði upp. Hann kom svo nokkrum vikum seinna og stóð sig þá eins og hetja. Það er ekki óalgengt að fólk spyrji okkur að loknu viðtali hvað það hafi sagt. Þá var það svo spennt að það heyrði ekki í sjálfu sér.“ Stundum kemur ýmislegt spaugilegt fyrir hjá okkur. í sumar fengum við til dæmis óstöðvandi hláturskast í talstof- unni - og urðum að leika þrjú lög í röð án kynningar því að við gátum ekki talað. Við vorum að segja hvert öðru á milli laga frá fyndnum atvikum úr gamanmyndunt og þannig byrjaði óstöðvandi hláturinn. Kristján Sigur- jónsson birtist svo í talstofu og sagði við hlustendur: Hér er allt orðið vit- laust! og lýsti því sem var að gerast í kringum hann. Hann kom stemmningunni til skila. Þannig á lif- andi útvarp líka að vera! — Hvaða hæfileikum þarf góður út- varpsmaður að vera gæddur? „Hann þarf að vera opinn fyrir nýj- ungum og víðsýnn, skýrmæltur og fljótur að hugsa. Útvarpsmenn þurfa að hafa þannig málróm að persónu- leiki þeirri skíni í gegn. Því er ekki að neita að sumir eru betur til þess fallnir að tala í útvarp en aðrir. Ágætt er líka að þeir geti talað skammlausa íslensku og gæti sín á þágufallssýkinni.“ - Hvað heillar þig mest í starfinu? „Ég fæ ákveðna útrás fyrir egóið. Svo hef ég mjög mikinn áhuga á tónlist og fjölmiðlum yfirleitt.“ Ljóshærðar og lífsglaðar! - Mig langar til að fara út í fleiri sálma og jafnvel að vera ágengur. Ertu lofaður? Gunnlaugur brosir út í annað: „Nei, ekki ennþá.“ - Ertu enn í foreldrahúsum? „Ég er svona með annan fótinn þar á meðan ég er að leita mér að leigu- íbúð.“ Gunnlaugur kveðst hafa búið í lítilli íbúð fyrr í sumar en svo rann leigu- samningurinn út. Ef einhver veit um leiguhúsnæði handa honum væri tilval- ið að hafa samband við hann. Við spyrjum hann næst hvort hann hafi einhvern tíma átt sér draumaprins- essu. „Já, ég átti eina á unglingsárunum,“ svarar hann. „Hún var ljóshærð með sítt hár, hress og lífsglöð. Ég legg ein- mitt mikið upp úr því að stelpur séu lífsglaðar. Svo vil ég að þær séu svo- lítið frekar, - hafi skap. Þær mega samt ekki vera einstrengingslegar. Þær mega vera í öllum stjörnumerkjum nema sporðdrekanum. Ég þekki marg- ar sporðdrekastelpur sem eru æðislega frekar og ósanngjarnar. Svo mega prinsessurnar mínar gjarnan vera róm- antískar og hlýlegar.“ - Þú ert bara með þetta allt á hreinu! Ertu sjálfur rómantískur? „Já, ég get ekki neitað því.“ — Manstu hvað þú varst gamall þegar þú byrjaðir á föstu? „Já, ég var 13 ára. Þá átti ég góða vinkonu í Breiðholtinu. Við fórurn mjög oft saman í bíó. Maður átti bio kærustur á þessum árum.“ Tek mig ekki alvariega - Ertu vinmargur? „Já, en ég hef ekki getað rækt vin- áttuna sem skyldi eftir að ég byrjaði a Útvarpinu. Starfið tekur svo mik!nn tíma og er orkufrekt. Ég hef orðið var við það hjá gömlum skólafélögum 3 þeir eru oft í vafa um hvort þeir eigi n heilsa mér eða ekki. Þeir hal a kannski að ég sé orðinn svo meÁ1 legur með mig að ég taki ekki un >r kveðjuna. Það er mikill misskilningur' Ég vona að ég sé sami Gulli og ég var áður en útvarpsstörfin komu til s°§ unnar.“ - Áttu þér einhverja lífsstefnu- „Já, að taka mig ekki mjög alvar lega. Ég reyni alltaf að líta á björtu hliðarnar á lífinu.“ .... — Áttu önnur áhugamál en fj° miðlun? „Já, ég hef mikinn áhuga á íþrótt um. Ég stunda þrjár íþróttagreinar' Seglbrettasiglingar, veggjatennis °- skíðaferðir. Þegar ég var unglingur var ég í fimleikum.“ — Áttu systkini? „Ég á þrjár systur en er eini strákur^ inn og er yngstur. Þær eru mjög g°° vinir mínir." Við spyrjum Gunnlaug hvort hann sé yfirleitt sammála röðun laga á v,n sældalista Rásar 2. „Nei, ekki alltaf," svarar hann- „Stundum verð ég spældur þegar sem ég hef trú á komast ekki upP listann.“ ^ — Algeng lokaspurning: Hvað e framundan hjá þér? „Ég verð með Vinsældalistann eú hvað áfram, að minnsta kosti til n£st^ áramóta. Þá er ætlunin að halda tn Þ Angeles í fjölmiðlanám. Ég , dveljast þar í 3 mánuði og kynna me bandaríska útvarpsþáttagerð. fj miðlarnir hafa sem sé alveg herte mig. Ég hef það á tilfinningunni a hamarinn fái að bíða drjúgan tíma e ir mér,“ segir Gunnlaugur Helgas°n^ hinn eldhressi og vinsæli dagskrárger armaður á Rás 2. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.