Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 8

Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 8
s a2j^9"ússo" tæknimaður bera saman Flestir kannast við þróttmikla og glaðlega röddhans, — langtum fœrriþekkja hann ísjón. Hann segir að það sé kostur við út- varpið að menn geti skýlt andliti sínu og þess vegna mœtt órakað- ir og syfjulegir í útsendingu. Svo er hann líkafeginn því að geta farið inn á dansstaði án þess að fólk abbist upp á hann eins og algengt er með þekkta sjónvarps- menn. í útvarpinu verða radd- irnar þekktar en andlitið í sjón- varpinu. Þessi útvarpsmaður heitir Gunn- laugur Helgason og er umsjónarmaður Vinsældalista hlustenda Rásar 2 á sunnudögum og einn af stjórnendum Morgunútvarpsins. Hann erhúsasmið- ur að mennt en lagði frá sér hamarinn fyrir tveim árum og tók sér hljóðnema í hönd í staðinn. Svo miklu ástfóstri hefur hann tekið við Útvarpið að hann getur ekki hugsað sér að starfa við neitt annað næstu árin. Æskunni fannst orðið tímabært að kynna lesendum sínum þennan ágæta og léttlynda útvarpsmann sem svo margir hafa heyrt í en vita lítið sem ekkert meira um. Þrjú sumur í Skollundi Við byrjum á byrjuninni, fáum Gunnlaug til að segja okkur lítillega frá bernsku sinni. Hann fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1963 og er því 23 ára. Hann átti heima í Skotlandi í þrjú sumur en þá var hann á aldrinum 10- 13 ára. Faðir hans rak þar útibú frá fyrirtæki sínu, Stáliðjunni. Fjöl- skyldan átti heima í litlum bæ nálægt Glasgow. „Þetta voru skemmtileg sumur,“ segir Gunnlaugur þegar hann rifjar þau upp. „Ég kynntist mörgum krökkum og við hjóluðum mikið sam- an. Skotarnir hafa það umfram okkur íslendinga að þeir hugsa fyrir hjól- reiðabrautum þegar þeir leggja nýja vegi. Hjólreiðamenn þurfa að komast leiðar sinnar eins og bílstjórarnir. - Þarna varð ég áþreifanlega var við þorskastríðið. Það kom fyrir að fólk hnýtti í mig, bæði börn og fullorðnir, þegar það vissi að ég var íslendingur. Á þessum árum óraði Gunnlaug ekki fyrir því að hann ætti eftir að verða útvarpsmaður. Aftur á móti fékk hann snemma áhuga á því að verða tónlistarmaður. Sá draumur rættist í 8. bekk í Réttarholtsskóla. Þar stofnaði hann hljómsveit ásamt Björk Guðmundsdóttur og fleirum. Hún Draumsýn. „Björk lék á þverflautu og söng einS og engill,“ heldur Gunnlaugur áfralT1 og brosir. Sjálfur lék hann á tronnnur' „Þessi hljómsveit var starfandi í tv° vetur. Hún lék djass-rokkmúsík f>'rn krakkana í skólanum og ég held a þeir hafi kunnað vel að meta hana- Við fórum meira að segja inn í ÚljoC rita og tókum upp nokkur lög ei 1 okkur sjálf. Við nutum þar einstakra^ velvildar Jónasar R. Jónssonar, eins eigendum Hljóðrita. Það hvarfl3 ^ aldrei að okkur að gefa lögin út á pj° enda fór það svo að upptökurnar týn° ust. Hljómsveitin lagði svo UPP laupana þegar við lukum 9. bekk- fórum við hvert í sína áttina, ég i1 skólann, aðrir í menntaskóla og ver , unarskóla. Björk hélt áfram að vera hljómsveitum eins og alkunna er, ann ar Draumsýnarmaður, Einar Sigur , son, er núna læra á kontrabassa í ^in Austurríki og sá þriðji, Eyjólfur freðsson, er fiðluleikari. Ég gekk ekki í fleiri hljómsveitir e^ engu að síður hélt ég áfram að ve ‘ viðloðandi þær næstu árin. Fljótleg eftir að Draumsýn leystist upp gerðl Viðtal: Eðvarð Ingólfssoú 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.