Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 35
Seinni hluti
Hauksdóttir fararstjóri í hótelgarðinum.
þCnn meðan búið var í kastalanum.
eUa var alveg eins og í ævintýrunum
auðvelt að ímynda sér hvernig lífið
,dr þar þegar hann var fullur af fólki
l^rir mörg hundruð árum. Þegar við
01*um út í kastalagarðinn blasti við
^Ur frábært útsýni í allar áttir.
^ftir að hafa skoðað kastalann
engum við niður í þorpið. Þar fund-
111 við m.a. minjagripaverslun þar
^e,n okkur virtist afgreiðslumaðurinn
j ra nærri því eins gamall og kastal-
• ^ið héldum fyrst að hann væri
Sv laus en það kom þó á daginn að
var ekki og við gátum keypt þarna
jj. ^ra minjagripi. Það var enginn að
• a sér í þessu litla, fallega þorpi og
^stum víst að fólkið þar veit ekki
Vað streita er.
Litið inn í kirkjugarð
E
0uVlð vorum að aka út úr þorpinu brá
ar ^e^ur betur. Á grasflöt við jað-
ge' ^°rPslns voru á beit kameldýr,
þet ^Ur bestur. Ekki þótti okkur
ver 3 a*veg einleikið og kameldýrið
jje.a komið nokkuð langt frá
’mkynnum sínum. Fljótt kom þó
skýring á þessu. Þarna var sirkus á
ferð. En sýningin var byrjuð og við
héldum ferð okkar áfram. Við ókum
áfram meðfram landamærum Þýska-
lands og Lúxemborgar, um Móseldal
áleiðis til borgarinnar. Á leiðinni
sáum við mikið af fallegum tjaldstæð-
um þar sem fólk var ýmist með tjöld
eða hjólhýsi og vorum við sammála
um að það hlyti að vera skemmtilegt
að fara í tjaldferðalag um land eins og
Lúxemborg. Er við nálguðumst borg-
ina námum við staðar hjá vinalegum
veitingastað og fengum okkur kvöld-
verð.
Sunnudagsmorgunn var síðasti
morgunninn okkar í landinu og þá fór-
um við í boði Ferðamálaráðs Lúxem-
borgar í skoðunarferð um borgina
með leiðsögumanni. Hann sagði okk-
ur t.d. frá göngum, sem eru undir
borginni, og frá varðstöðvunum sem
enn er hægt að sjá merki um í kringum
elsta hluta borgarinnar. Hann sýndi
okkur einnig hertogahöllina sem var
byggð árið 1573. Ferðin var fróðleg og
skemmtileg og sáum við ýmislegt sem
hafði farið framhjá okkur daginn
áður. í lok ferðarinnar var komið við í
Alveg eins og prúðar prinsessur með kastala-
turnlnn í baksýn.
kirkjugarði þar sem jarðaðar voru þús-
undir bandarískra hermanna sem féllu
í grennd við Lúxemborg í síðari
heimstyrjöldinni. í þessum garði er
t.d. Patton hershöfðingi jarðaður.
Eftir hádegi settum við niður far-
angur og kvöddum Lúxemborg með
trega. Sannarlega hefðum við viljað
vera lengur því að svo margt var að sjá
og gera.
Flugið heim gekk vel og yfirflug-
freyjan, Jóhanna Kristjánsdóttir,
hugsaði vel um okkur. Við fengum
aftur að koma fram í flugstjórnarklef-
ann en flugstjóri var Reynir Guð-
mundsson. Ferðin tókst mjög vel og
við skemmtum okkur konunglega með
frábærum fararstjóra.
Guðrún Rósa Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Þrastardóttir
35